Vaktar löggjöf tengda listum og menningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2015 14:30 "Alveg er ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur,“ segir Kolbrún. Vísir/Andri Marinó „Ég held ekkert veglega upp á afmælið að þessu sinni. Var með fína veislu þegar ég varð fimmtug og veit að vinir mínir muna eftir henni. Þeir geta alveg beðið eftir stórveislu þar til ég verð sjötug,“ segir hin sextuga Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hress. „En fjölskylda mín fagnar með mér og nánustu vinir, fyrir utan Ölmu dóttur okkar sem er úti í Ungverjalandi með Hamrahlíðarkórnum. Sonurinn Orri Huginn verður hér með sína konu og tvær dætur sem eru sex ára og eins og hálfs árs. Þau búa hér á Vesturbæjartorfunni,“ segir Kolbrún og talar eins og sveitakona. Kolbrún situr ekki með hendur í skauti þótt hún sé hætt að beita sér á Alþingi. Hún er bæði forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) og framkvæmdastjóri og vinna hennar felst í að sinna heildarhagsmunum listafólks. „Það eru fagfélög allra listgreina sem sameinast í BÍL. Samtals fimmtán félög sem eru undir þeirri regnhlíf. Formennirnir funda einu sinni í mánuði og við höfum náð að halda vel á spöðunum í öllum þeim atriðum sem skipta listamenn mestu máli. Erum auðvitað bandamenn framsækinna stjórnvalda sem vilja veg skapandi greina sem mestan,“ útskýrir hún. Ekki nóg með það, heldur er Kolbrún líka forseti European Council of Artists (ECA) sem er regnhlíf yfir sams konar félagsskap í löndum álfunnar og Bandalag íslenskra listamanna er hér á landi. Stór hluti af starfi Kolbrúnar er fólginn í því að fylgjast með þróuninni í starfsumhverfi listamanna, ekki síst lagalegu hliðinni, til dæmis á vettvangi höfundarréttar. Hún telur það því hafa gagnast forystu listamanna að senda hana í pólitík í tíu ár því þar hafi hún lært margt sem nú kemur að góðum notum. Spurningu um hvort hún sakni embættis umhverfisráðherra svarar hún játandi. „Ég gegndi því nú ekki nema í hundrað daga og hefði alveg verið til í að staldra lengur við, enda finnst mér margt ógert enn í málefnum umhverfisins. Skelfist mest af öllu Sprengisandslínu og sæstreng með raforku yfir til Evrópu. Alveg ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur.“ Kolbrún kveðst lítið hafa ferðast í sumar. Jú, reyndar út í Viðey. „Ég fór í siglingu,“ segir hún hlæjandi. „En við hjónin ætlum til Rómar í haust. Ég er varaforseti norrænnar menningarstofnunar í Róm, Chicolo Skandinavo, þar sem reknar hafa verið listamannaíbúðir í 160 ár. Þar dvöldu Thorvaldsen, Halldór Laxness, H.C. Andersen, Einar Ben og fleiri merkir menn á sinni tíð þannig að stofnunin stendur á gömlum merg. Ég fer á fund þangað í október og við Ágúst ætlum að nota tækifærið og verja viku saman í Róm. Ég hef alltaf heillast af Ítalíu, allt frá því ég kom þangað fyrst og það er gott að vera í Róm að hausti til þegar mesti ferðamannatíminn er liðinn.“ Alþingi Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Ég held ekkert veglega upp á afmælið að þessu sinni. Var með fína veislu þegar ég varð fimmtug og veit að vinir mínir muna eftir henni. Þeir geta alveg beðið eftir stórveislu þar til ég verð sjötug,“ segir hin sextuga Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hress. „En fjölskylda mín fagnar með mér og nánustu vinir, fyrir utan Ölmu dóttur okkar sem er úti í Ungverjalandi með Hamrahlíðarkórnum. Sonurinn Orri Huginn verður hér með sína konu og tvær dætur sem eru sex ára og eins og hálfs árs. Þau búa hér á Vesturbæjartorfunni,“ segir Kolbrún og talar eins og sveitakona. Kolbrún situr ekki með hendur í skauti þótt hún sé hætt að beita sér á Alþingi. Hún er bæði forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) og framkvæmdastjóri og vinna hennar felst í að sinna heildarhagsmunum listafólks. „Það eru fagfélög allra listgreina sem sameinast í BÍL. Samtals fimmtán félög sem eru undir þeirri regnhlíf. Formennirnir funda einu sinni í mánuði og við höfum náð að halda vel á spöðunum í öllum þeim atriðum sem skipta listamenn mestu máli. Erum auðvitað bandamenn framsækinna stjórnvalda sem vilja veg skapandi greina sem mestan,“ útskýrir hún. Ekki nóg með það, heldur er Kolbrún líka forseti European Council of Artists (ECA) sem er regnhlíf yfir sams konar félagsskap í löndum álfunnar og Bandalag íslenskra listamanna er hér á landi. Stór hluti af starfi Kolbrúnar er fólginn í því að fylgjast með þróuninni í starfsumhverfi listamanna, ekki síst lagalegu hliðinni, til dæmis á vettvangi höfundarréttar. Hún telur það því hafa gagnast forystu listamanna að senda hana í pólitík í tíu ár því þar hafi hún lært margt sem nú kemur að góðum notum. Spurningu um hvort hún sakni embættis umhverfisráðherra svarar hún játandi. „Ég gegndi því nú ekki nema í hundrað daga og hefði alveg verið til í að staldra lengur við, enda finnst mér margt ógert enn í málefnum umhverfisins. Skelfist mest af öllu Sprengisandslínu og sæstreng með raforku yfir til Evrópu. Alveg ótrúlegt hversu seint við ætlum að læra út á hvað hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar gengur.“ Kolbrún kveðst lítið hafa ferðast í sumar. Jú, reyndar út í Viðey. „Ég fór í siglingu,“ segir hún hlæjandi. „En við hjónin ætlum til Rómar í haust. Ég er varaforseti norrænnar menningarstofnunar í Róm, Chicolo Skandinavo, þar sem reknar hafa verið listamannaíbúðir í 160 ár. Þar dvöldu Thorvaldsen, Halldór Laxness, H.C. Andersen, Einar Ben og fleiri merkir menn á sinni tíð þannig að stofnunin stendur á gömlum merg. Ég fer á fund þangað í október og við Ágúst ætlum að nota tækifærið og verja viku saman í Róm. Ég hef alltaf heillast af Ítalíu, allt frá því ég kom þangað fyrst og það er gott að vera í Róm að hausti til þegar mesti ferðamannatíminn er liðinn.“
Alþingi Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira