Stuðningur NATO ögri friðarviðræðunum Tyrkja og Kúrda Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Katrín segir að stuðninginn mætti túlka sem stuðning við aðgerðir gegn Kúrdum. Mynd/Utanríkisráðuneytið Katrín Jakobsdóttir „Eins og skilja mátti niðurstöðu fundarins á þriðjudaginn mátti túlka það sem svo að Atlantshafsbandalagið væri að styðja aðgerðir gegn Kúrdum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hefur óskað eftir að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir Tyrklands á landamærum Sýrlands og Íraks. „Atlantshafsbandalagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samvinnu með Atlantshafsbandalaginu í aðgerðum gegn ISIS en enn fremur telur hann mikilvægt að styðja við friðarviðræður Kúrda og Tyrkja. Katrín telur að í þessu felist ákveðin mótsögn. „Mér finnst mikilvægt að fá stefnu íslenskra stjórnvalda á hreint í þessu máli því það er auðvitað þversagnakennt að styðja við árásir gegn Kúrdum en styðja um leið friðarviðræðurnar. Ég styð þessar friðarviðræður Tyrkja og Kúrda og það hefur Evrópusambandið líka gert en ég hef áhyggjur af því að þessi stuðningur NATO við aðgerðir Tyrkja setji strik í reikninginn.“ Katrín segir að hún hafi þegar rætt við formann utanríkismálanefndar og vonast er til að nefndin komi saman í næstu viku. Tyrkir hófu loftárásir gegn herskáa hluta Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og ISIS í síðustu viku. Árásirnar eru til komnar vegna árása vígamanna beggja sveita innan landamæra Tyrklands. Í gær létust tveir tyrkneskir lögregluþjónar og tveir vígamenn Verkamannaflokks Kúrda í árás þess síðarefnda á lögreglustöð og lestarteina í Tyrklandi. Kúrdar og Tyrkir hafa átt í friðarviðræðum undanfarin tvö ár en þær eru nú runnar í sandinn. Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir „Eins og skilja mátti niðurstöðu fundarins á þriðjudaginn mátti túlka það sem svo að Atlantshafsbandalagið væri að styðja aðgerðir gegn Kúrdum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hefur óskað eftir að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir Tyrklands á landamærum Sýrlands og Íraks. „Atlantshafsbandalagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samvinnu með Atlantshafsbandalaginu í aðgerðum gegn ISIS en enn fremur telur hann mikilvægt að styðja við friðarviðræður Kúrda og Tyrkja. Katrín telur að í þessu felist ákveðin mótsögn. „Mér finnst mikilvægt að fá stefnu íslenskra stjórnvalda á hreint í þessu máli því það er auðvitað þversagnakennt að styðja við árásir gegn Kúrdum en styðja um leið friðarviðræðurnar. Ég styð þessar friðarviðræður Tyrkja og Kúrda og það hefur Evrópusambandið líka gert en ég hef áhyggjur af því að þessi stuðningur NATO við aðgerðir Tyrkja setji strik í reikninginn.“ Katrín segir að hún hafi þegar rætt við formann utanríkismálanefndar og vonast er til að nefndin komi saman í næstu viku. Tyrkir hófu loftárásir gegn herskáa hluta Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og ISIS í síðustu viku. Árásirnar eru til komnar vegna árása vígamanna beggja sveita innan landamæra Tyrklands. Í gær létust tveir tyrkneskir lögregluþjónar og tveir vígamenn Verkamannaflokks Kúrda í árás þess síðarefnda á lögreglustöð og lestarteina í Tyrklandi. Kúrdar og Tyrkir hafa átt í friðarviðræðum undanfarin tvö ár en þær eru nú runnar í sandinn.
Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira