Segir dagforeldrakerfið leið til að leysa óþolandi ástand Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Þingmaður VG segir ástandið vera óþolandi fyrir foreldra vísir/vilhelm „Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís. Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
„Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís.
Alþingi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira