Brúum bilið! Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og löngu tímabært að taka af festu á því máli. Ungar barnafjölskyldur glíma við vandann á einstaklingsgrunni, með aðkomu dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða hjálp fjölskyldu og ættingja. Ekkert heildstætt kerfi tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir og úr því þarf að bæta eins fljótt og við verður komið til þess að Ísland verði aðlaðandi kostur fyrir barnafjölskyldur. Á dögunum kom út skýrsla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýrslan er unnin á grundvelli þingsályktunartillögu frá þingflokki VG sem samþykkt var á Alþingi í desember 2013. Skýrslunni ber að fagna enda má greina í henni eindreginn samhljóm meðal ríkis og sveitarfélaga um að nú þurfi að stíga næstu skref. Í skýrslunni kemur fram að þótt sveitarfélög séu ekki öll jafn vel í stakk búin til að sinna þessum málaflokki er þörfin ótvíræð. Rannsóknir bendi til þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að börn njóti leikskólavistar og að um sé að ræða verulegan faglegan ávinning fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. Þetta eigi sérstaklega við um börn með seinkaðan þroska, börn sem búa við bága félagslega stöðu og börn af erlendum uppruna. Þannig má öllum vera ljóst að með leikskólastarfi fyrir yngstu börnin er stuðlað með skýrum hætti að félagslegum jöfnuði. Að sjálfsögðu er um að ræða stórt og umsvifamikið verkefni þar sem huga þarf að húsnæðisþörf, starfsfólki og kostnaðarauka, og þá um leið fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ekki verður við það unað að svo mikilvægt verkefni falli milli skips og bryggju vegna togstreitu þar sem ríki og sveitarfélög takast á um fjármuni. Öll erum við skattgreiðendur og höfum falið ríki og sveitarfélögum það sameiginlega hlutverk að byggja undir og drífa áfram öflugt samfélag í þágu heildarinnar. Í fyrrnefndri skýrslu er sérstaklega fjallað um alþjóðlegan samanburð en þar er bent á að á Íslandi er fæðingarorlof tiltölulega stutt og skylda sveitarfélaga til að bjóða upp á leikskólavist ekki nægilega vel skilgreind í lögum. Á þessu þarf að gera bragarbót. Aftur á móti er tiltölulega almennt og mikið aðgengi að íslenska leikskólanum og þar eru gerðar ríkar faglegar kröfur sem bæði koma fram í námskrá og menntun kennara. Skýrslan er efnismikil og vel unnin en nú þarf að fylgja henni eftir. Þar þurfa ráðherrar menntamála og félagsmála að sýna pólitískan vilja sinn og ríkisstjórnarinnar til góðra verka. Fæðingarorlof þarf að lengja og leikskólann þarf að efla. Rökin liggja fyrir og þörfin blasir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og löngu tímabært að taka af festu á því máli. Ungar barnafjölskyldur glíma við vandann á einstaklingsgrunni, með aðkomu dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða hjálp fjölskyldu og ættingja. Ekkert heildstætt kerfi tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir og úr því þarf að bæta eins fljótt og við verður komið til þess að Ísland verði aðlaðandi kostur fyrir barnafjölskyldur. Á dögunum kom út skýrsla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýrslan er unnin á grundvelli þingsályktunartillögu frá þingflokki VG sem samþykkt var á Alþingi í desember 2013. Skýrslunni ber að fagna enda má greina í henni eindreginn samhljóm meðal ríkis og sveitarfélaga um að nú þurfi að stíga næstu skref. Í skýrslunni kemur fram að þótt sveitarfélög séu ekki öll jafn vel í stakk búin til að sinna þessum málaflokki er þörfin ótvíræð. Rannsóknir bendi til þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að börn njóti leikskólavistar og að um sé að ræða verulegan faglegan ávinning fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. Þetta eigi sérstaklega við um börn með seinkaðan þroska, börn sem búa við bága félagslega stöðu og börn af erlendum uppruna. Þannig má öllum vera ljóst að með leikskólastarfi fyrir yngstu börnin er stuðlað með skýrum hætti að félagslegum jöfnuði. Að sjálfsögðu er um að ræða stórt og umsvifamikið verkefni þar sem huga þarf að húsnæðisþörf, starfsfólki og kostnaðarauka, og þá um leið fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ekki verður við það unað að svo mikilvægt verkefni falli milli skips og bryggju vegna togstreitu þar sem ríki og sveitarfélög takast á um fjármuni. Öll erum við skattgreiðendur og höfum falið ríki og sveitarfélögum það sameiginlega hlutverk að byggja undir og drífa áfram öflugt samfélag í þágu heildarinnar. Í fyrrnefndri skýrslu er sérstaklega fjallað um alþjóðlegan samanburð en þar er bent á að á Íslandi er fæðingarorlof tiltölulega stutt og skylda sveitarfélaga til að bjóða upp á leikskólavist ekki nægilega vel skilgreind í lögum. Á þessu þarf að gera bragarbót. Aftur á móti er tiltölulega almennt og mikið aðgengi að íslenska leikskólanum og þar eru gerðar ríkar faglegar kröfur sem bæði koma fram í námskrá og menntun kennara. Skýrslan er efnismikil og vel unnin en nú þarf að fylgja henni eftir. Þar þurfa ráðherrar menntamála og félagsmála að sýna pólitískan vilja sinn og ríkisstjórnarinnar til góðra verka. Fæðingarorlof þarf að lengja og leikskólann þarf að efla. Rökin liggja fyrir og þörfin blasir við.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar