Fráleitar ásakanir í skjóli nafnleyndar Steinþór Pálsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Í Skjóðunni í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, voru í gær settar fram alvarlegar rangfærslur og dylgjur í garð stjórnenda Landsbankans í skjóli nafnleyndar. Óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim. Í Skjóðunni segir m.a. að það sé „ekki hægt að halda því fram að að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa Europe, sem nú færir nýjum eigendum marga milljarða“. Við í Landsbankanum höfum aldrei sagt að við vissum ekki af valréttinum milli Visa Inc. og Visa Europe.Ekkert lá fyrir um að Borgun ætti að fá greiðslur vegna Visa Europe Við söluna á Borgun lá á hinn bóginn ekkert fyrir um að Borgun ætti rétt á að fá greiðslur vegna hans. Þessar upplýsingar lágu heldur ekki fyrir við fyrri viðskipti með hluti í Borgun, s.s. á árunum 2010 og 2011, en valrétturinn er frá 2007. Landsbankinn hefur fengið þær upplýsingar að greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe byggist að mestu leyti á erlendum Visa-umsvifum á því rúmlega ári sem liðið er frá því bankinn seldi hlut sinn. Stjórnendur Borgunar hafa greint frá miklum vexti í útlöndum á árinu 2015. Landsbankinn vissi af áformum um vöxt erlendis en taldi þau áhættusöm, m.a. í ljósi fyrri útrásarsögu íslenskra kortafyrirtækja. Gagnrýni á bankann fyrir að selja á röngum tíma er skiljanleg en hafa verður í huga að bankinn sá ekki fyrir – fremur en aðrir – greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe. Landsbankinn taldi mikilvægt að selja minnihlutaeign sína í báðum kortafyrirtækjunum til að stuðla að sátt á kortamarkaði, enda lá fyrir sú afstaða Samkeppniseftirlitsins að aðeins einn banki mætti vera í eigendahópi kortafyrirtækis. Bankinn seldi 31,2% hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar sem telst hátt verð fyrir fjármálafyrirtæki.Mark tekið á gagnrýninni Fullyrðingar Skjóðunnar um ásetning stjórnenda um að valda bankanum tjóni og að eignum hafi verið komið til „sérvalinna vina“ eru ósannar og fráleitar. Við höfum tekið mark á gagnrýninni á söluferlið. Við hefðum betur haft söluferlið opið og við höfum breytt stefnu okkar til samræmis við það. Frá því fyrst var greint frá greiðslum til Borgunar vegna Visa Europe í sl. viku hefur Landsbankinn lagt sig fram við að svara fyrirspurnum fjölmiðla og almennings. Til að gera nánari grein fyrir sölunni á hlutnum í Borgun opnaði bankinn á mánudag upplýsingasíðu á vef sínum. Við vonum að sem flestir kynni sér málið, líka þeir sem rita pistla undir nafnleynd í fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Tengdar fréttir Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? Skjóðan segir að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi skaðað eigendur bankans. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Skjóðunni í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, voru í gær settar fram alvarlegar rangfærslur og dylgjur í garð stjórnenda Landsbankans í skjóli nafnleyndar. Óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim. Í Skjóðunni segir m.a. að það sé „ekki hægt að halda því fram að að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa Europe, sem nú færir nýjum eigendum marga milljarða“. Við í Landsbankanum höfum aldrei sagt að við vissum ekki af valréttinum milli Visa Inc. og Visa Europe.Ekkert lá fyrir um að Borgun ætti að fá greiðslur vegna Visa Europe Við söluna á Borgun lá á hinn bóginn ekkert fyrir um að Borgun ætti rétt á að fá greiðslur vegna hans. Þessar upplýsingar lágu heldur ekki fyrir við fyrri viðskipti með hluti í Borgun, s.s. á árunum 2010 og 2011, en valrétturinn er frá 2007. Landsbankinn hefur fengið þær upplýsingar að greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe byggist að mestu leyti á erlendum Visa-umsvifum á því rúmlega ári sem liðið er frá því bankinn seldi hlut sinn. Stjórnendur Borgunar hafa greint frá miklum vexti í útlöndum á árinu 2015. Landsbankinn vissi af áformum um vöxt erlendis en taldi þau áhættusöm, m.a. í ljósi fyrri útrásarsögu íslenskra kortafyrirtækja. Gagnrýni á bankann fyrir að selja á röngum tíma er skiljanleg en hafa verður í huga að bankinn sá ekki fyrir – fremur en aðrir – greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe. Landsbankinn taldi mikilvægt að selja minnihlutaeign sína í báðum kortafyrirtækjunum til að stuðla að sátt á kortamarkaði, enda lá fyrir sú afstaða Samkeppniseftirlitsins að aðeins einn banki mætti vera í eigendahópi kortafyrirtækis. Bankinn seldi 31,2% hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar sem telst hátt verð fyrir fjármálafyrirtæki.Mark tekið á gagnrýninni Fullyrðingar Skjóðunnar um ásetning stjórnenda um að valda bankanum tjóni og að eignum hafi verið komið til „sérvalinna vina“ eru ósannar og fráleitar. Við höfum tekið mark á gagnrýninni á söluferlið. Við hefðum betur haft söluferlið opið og við höfum breytt stefnu okkar til samræmis við það. Frá því fyrst var greint frá greiðslum til Borgunar vegna Visa Europe í sl. viku hefur Landsbankinn lagt sig fram við að svara fyrirspurnum fjölmiðla og almennings. Til að gera nánari grein fyrir sölunni á hlutnum í Borgun opnaði bankinn á mánudag upplýsingasíðu á vef sínum. Við vonum að sem flestir kynni sér málið, líka þeir sem rita pistla undir nafnleynd í fjölmiðla.
Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? Skjóðan segir að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi skaðað eigendur bankans. 27. janúar 2016 07:00
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar