Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson skrifar 31. janúar 2016 18:52 Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19 „Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34 Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12 Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19
„Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34
Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun