Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson skrifar 31. janúar 2016 18:52 Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19 „Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34 Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en ég hóf nám mitt í Háskóla Íslands var ég reglulega varaður við því að nemendur væru svo margir og kennarar fáir að ég yrði ekkert annað en kennitala í kerfinu. Týndur í sprengfullum sálarlausum sal, bara enn einn múrsteinn í veggnum. Þessi stimpill skólans máist ekki svo auðveldlega af, þetta er raunveruleg skoðun margra. Ég er þó ekki alls kostar sammála henni. Af minni reynslu eru sumir kennarar, þeir sem vilja það, ansi lunknir í að muna og læra andlit og heilsa manni meira að segja á göngunum. Á meðan líma aðrir augun á gólfið ef þeir þurfa að hætta sér út í mannmergðina á Háskólatorgi. Komandi úr einni stærstu deild skólans, kom mér því á óvart hversu persónuleg og hlýleg stemning átti til að myndast í sumum námskeiðum. Þetta á þó ekki alltaf við. Stundum fær maður á tilfinninguna að kennarinn vilji helst setja á sig hauspoka eftir tíma til að komast óséður inn á skrifstofuna sína án þess að mæta nemendum sem kannast við og biðji svo til almættisins að enginn þeirra fari nú að senda sér tölvupóst. Stundum þegar nemendur upplifa svipaða framkomu er það í tengslum við kerfið. „Svona hefur þetta alltaf verið. Tölvan segir nei. Af því bara.“ Stundum kemur maður að steyptum vegg þegar vandamálin eru sem mannlegust. Þegar raunveruleg hagsmunamál eru borin á borð og viðbrögð kerfisins eru að það sé ekki í boði að íhuga breytingar, og jafnvel flissað aðeins yfir hugmyndinni, fær maður svo sannarlega á tilfinninguna að nú sé maður lítið annað en kennitala á blaði í bunkanum í neðstu skrifborðsskúffunni. Ég biðla því til allra kennara, starfsmanna og nemenda líka: tileinkum okkur þennan umtalaða gagnrýna hugsunarhátt og beitum honum jafnt á okkur sjálf sem og á aðra. Festumst ekki í þessu þægilega status quo eins og rótgrónar stofnanir eiga til með að gera. Sýnum nemendum, nýjum og gömlum, að þau eru meira en bara kennitölur. Að réttmætum kröfum þeirra geti verið mætt. Að viðhorf skólans til nemenda sé ekki eins kalt og stimpillinn frægi segir. Reynum að halda í hlýja og persónulega andann sem ég veit að hægt er að mynda, sama hversu stórir og fjölmennir salirnir eru. Því andrúmsloftið og viðmótið sem ríkir byggist aðeins á því sem við sköpum okkur sjálf.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Hundraðekruskógur Háskólans Við veltum mörgu fyrir okkur á vegferð okkar í gegnum lífið. Sumt gerum við meðvitað, annað ekki. Við veltum því nær ómeðvitað fyrir okkur hvað það er sem okkur langar helst til að borða eða það að við séum orðin þreytt. Annað krefst nokkrar umhugsunar, til að mynda hver sé okkar uppáhalds persóna í ævintýrinu um Bangsímon og félaga. 27. janúar 2016 08:19
„Excuse me, do you speak English?“ Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? 26. janúar 2016 11:34
Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. 28. janúar 2016 11:12
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun