Dagur íslenska táknmálsins Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 11. febrúar 2016 00:00 Dagur íslenska táknmálsins er í dag, 11. febrúar á afmælisdegi Félags heyrnarlausra. Í huga okkar sem tilheyrum táknmálssamfélaginu er þetta hátíðardagur. Í tilefni dagsins verður hátíðardagskrá í Tjarnarbíói sem er í umsjón Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og Félags heyrnarlausra með stuðningi frá Landsbanka og Reykjavíkurborg. Á degi íslenska táknmálsins fyrir ári var ákveðið að frá og með þeim degi og fram að degi íslenska táknmálsins í dag yrði það ár táknmálstalandi barna. Áhersla hefur verið lögð á að efla málumhverfi íslenska táknmálsins og auka aðgang barna að menningu og málsamfélagi íslenska táknmálsins. Í dag fáum við að njóta afrakstursins á ýmsum sviðum s.s í leiklist, myndlist, stuttmynd og fleira á barnamenningarhátíðinni sem fram fer í dag í Tjarnarbíói. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum bent á að efla þurfi veg íslenska táknmálsins þannig að það fái að blómstra um ókomna tíð. Stjórnvöld og við sem erum málhafar íslenska táknmálsins þurfum að tryggja táknmálstalandi börnum ríkulegt málumhverfi. Barni sem fær að alast upp við ríkulegt táknmálsumhverfi gefst tækifæri til að tileinka sér íslenskt táknmál og er aðgengi þess að málsamfélaginu samofið möguleika þess til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Aðgengi að málsamfélagi íslenska táknmálsins og menningu þess styrkir sjálfsmynd barns og býr það betur undir lífið. Rannsóknir hafa víða sýnt fram á að sá einstaklingur, sem reiðir sig á táknmál í daglegu lífi, er mun betur í stakk búinn til að takast á við hindranir ef hann er daglega í ríkulegu táknmálsumhverfi. Hann hefur ívið fleiri bjargráð til að komast yfir hindranir sem samfélagið setur og hefur mun meira sjálfstraust til að takast á við lífið og samfélagið. Ég óska öllum til hjartanlega hamingju með dag íslenska táknmálsins og hvet alla landsmenn til að leggja sig fram um að íslenska táknmálið fái að blómstra um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins er í dag, 11. febrúar á afmælisdegi Félags heyrnarlausra. Í huga okkar sem tilheyrum táknmálssamfélaginu er þetta hátíðardagur. Í tilefni dagsins verður hátíðardagskrá í Tjarnarbíói sem er í umsjón Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og Félags heyrnarlausra með stuðningi frá Landsbanka og Reykjavíkurborg. Á degi íslenska táknmálsins fyrir ári var ákveðið að frá og með þeim degi og fram að degi íslenska táknmálsins í dag yrði það ár táknmálstalandi barna. Áhersla hefur verið lögð á að efla málumhverfi íslenska táknmálsins og auka aðgang barna að menningu og málsamfélagi íslenska táknmálsins. Í dag fáum við að njóta afrakstursins á ýmsum sviðum s.s í leiklist, myndlist, stuttmynd og fleira á barnamenningarhátíðinni sem fram fer í dag í Tjarnarbíói. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum bent á að efla þurfi veg íslenska táknmálsins þannig að það fái að blómstra um ókomna tíð. Stjórnvöld og við sem erum málhafar íslenska táknmálsins þurfum að tryggja táknmálstalandi börnum ríkulegt málumhverfi. Barni sem fær að alast upp við ríkulegt táknmálsumhverfi gefst tækifæri til að tileinka sér íslenskt táknmál og er aðgengi þess að málsamfélaginu samofið möguleika þess til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Aðgengi að málsamfélagi íslenska táknmálsins og menningu þess styrkir sjálfsmynd barns og býr það betur undir lífið. Rannsóknir hafa víða sýnt fram á að sá einstaklingur, sem reiðir sig á táknmál í daglegu lífi, er mun betur í stakk búinn til að takast á við hindranir ef hann er daglega í ríkulegu táknmálsumhverfi. Hann hefur ívið fleiri bjargráð til að komast yfir hindranir sem samfélagið setur og hefur mun meira sjálfstraust til að takast á við lífið og samfélagið. Ég óska öllum til hjartanlega hamingju með dag íslenska táknmálsins og hvet alla landsmenn til að leggja sig fram um að íslenska táknmálið fái að blómstra um ókomna tíð.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun