Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings Birgir Olgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 20:16 Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ásamt Ástu Guðrún Helgadóttir leitað á náðir vinnustaðasálfræðings til að leysa úr deilum innan þingflokks Pírata. Vísir Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson. Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50
Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54
Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00
Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58