Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir skrifar 24. febrúar 2016 16:30 Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun