Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2016 10:06 Donald Trump ávarpar stuðningsmenn sína í Louisiana vísir/epa Forysta Donald Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af fjórum ríkjum þar sem kosið var í gær. Cruz sigraði í Kansas og Maine á meðan Trump fór með sigur af hólmi í Louisiana og Kentucky. Flestir kjörmenn fengust í Louisiana, eða alls 47, en sigrar Cruz voru stærri svo fleiri kjörmenn féllu hans megin í forkosningunum í gær. Úrslitin benda þó til þess að hvorugur þeirra nái þeim 1237 kjörmönnum sem þarf til að hljóta útnefningu repúblikana á flokksþinginu í sumar. Fari það svo verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþinginu en slíkt hefur ekki gerst hjá repúblikönum síðan árið 1976.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumTed Cruz virðist vera sá eini sem á möguleika á að stöðva Donald Trumpvísir/epaDonald Trump hvatti Marco Rubio til þess að draga sig út úr forvalinu og sagði að hann hefði átt mjög slæmt kvöld í gær. Þá sagði Cruz að á meðan fleiri væru um hituna gæfi það Trump ákveðið forskot. Rubio hefur aðeins sigrað í einu ríki en Trump hefur nú sigrað í tólf ríkjum og er með 378 kjörmenn. Cruz hefur sigrað í sex ríkjum og er með 295 kjörmenn. Demókratar héldu einnig forkosningar í gær en kosið var í þremur. Bernie Sanders bar sigur úr býtum í tveimur þeirra, Nebraska og Kansas, en Hillary Clinton vann stórsigur í Louisiana þar sem hún hlaut 70 prósent atkvæða. Clinton er nú með 1104 kjörmenn en Sanders 446. Alls þarf 2383 kjörmenn til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins en Sanders vonar að sigrar hans í gær bendi til að hann eigi enn möguleika í stærri ríkjum á borð við Ohio og Michigan.Diversity is a strength, not a weakness. If we lift each other up, we can make this country even stronger.https://t.co/76EVKvQ759— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 6, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Forysta Donald Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af fjórum ríkjum þar sem kosið var í gær. Cruz sigraði í Kansas og Maine á meðan Trump fór með sigur af hólmi í Louisiana og Kentucky. Flestir kjörmenn fengust í Louisiana, eða alls 47, en sigrar Cruz voru stærri svo fleiri kjörmenn féllu hans megin í forkosningunum í gær. Úrslitin benda þó til þess að hvorugur þeirra nái þeim 1237 kjörmönnum sem þarf til að hljóta útnefningu repúblikana á flokksþinginu í sumar. Fari það svo verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþinginu en slíkt hefur ekki gerst hjá repúblikönum síðan árið 1976.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumTed Cruz virðist vera sá eini sem á möguleika á að stöðva Donald Trumpvísir/epaDonald Trump hvatti Marco Rubio til þess að draga sig út úr forvalinu og sagði að hann hefði átt mjög slæmt kvöld í gær. Þá sagði Cruz að á meðan fleiri væru um hituna gæfi það Trump ákveðið forskot. Rubio hefur aðeins sigrað í einu ríki en Trump hefur nú sigrað í tólf ríkjum og er með 378 kjörmenn. Cruz hefur sigrað í sex ríkjum og er með 295 kjörmenn. Demókratar héldu einnig forkosningar í gær en kosið var í þremur. Bernie Sanders bar sigur úr býtum í tveimur þeirra, Nebraska og Kansas, en Hillary Clinton vann stórsigur í Louisiana þar sem hún hlaut 70 prósent atkvæða. Clinton er nú með 1104 kjörmenn en Sanders 446. Alls þarf 2383 kjörmenn til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins en Sanders vonar að sigrar hans í gær bendi til að hann eigi enn möguleika í stærri ríkjum á borð við Ohio og Michigan.Diversity is a strength, not a weakness. If we lift each other up, we can make this country even stronger.https://t.co/76EVKvQ759— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 6, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00
Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11
Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53