Leita leiða til að losna við Trump Birta Björnsdóttir skrifar 4. mars 2016 19:45 Vísir/EPA Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. Þeir sem halda því fram að kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins einkennist öðru fremur af persónulegum árásum og ómálefnalegum umræðum gætu haft nokkuð til síns máls, miðað við nokkur þau ummæli sem féllu í kappræðunum í Detroit í gær. „Og hann sagði að fyrst hendurnar á mér væru litlar hlyti eitthvað annað að vera lítið. Ég get fullvissað ykkur um að það er ekkert vandamál. Ég ábyrgist það,“ sagði Donald Trump. Þeir þrír sem eftir standa í baráttunni við Donald Trump þreytast ekki á að tíunda ókosti hans og fleiri flokksmenn hafa lagst á árar með þeim. „Hugsið um persónueiginleika Donalds Trump, yfirganginn, græðgina, sýndarmennskuna, kvenhatrið, þessa fáránlegu þriðjabekkjarstæla,“ sagði Mitt Romney á dögunum, en hann var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012. Nær ómögulegt þykir fyrir mótframbjóðendur Trumps að ná forskoti hans í forvalinu. Saman gætu þeir þó komið í veg fyrir að Trump nái þeim 1237 kjörmönnum sem mundu tryggja honum útnefningu flokksins. Nái Trump ekki þessum fjölda kjörmanna geta kjörmenn hinna frambjóðendanna sameinast um annan frambjóðanda. Verði þetta raunin er spurning hvort þeir Cruz, Rubio eða Kasich séu tilbúnir að fylkja sér á bakvið hvorn annan. Hinn möguleikinn er að kjörmennirnir lýsi yfir stuðningi við enn annan frambjóðanda, en heimildir CNN fréttstofunnar herma að fyrrnefndur Mitt Romney eygi þarna von til að verða í annað sinn fulltrúi Repúblikana í baráttunni um Hvíta húsið. Donald Trump Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. Þeir sem halda því fram að kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins einkennist öðru fremur af persónulegum árásum og ómálefnalegum umræðum gætu haft nokkuð til síns máls, miðað við nokkur þau ummæli sem féllu í kappræðunum í Detroit í gær. „Og hann sagði að fyrst hendurnar á mér væru litlar hlyti eitthvað annað að vera lítið. Ég get fullvissað ykkur um að það er ekkert vandamál. Ég ábyrgist það,“ sagði Donald Trump. Þeir þrír sem eftir standa í baráttunni við Donald Trump þreytast ekki á að tíunda ókosti hans og fleiri flokksmenn hafa lagst á árar með þeim. „Hugsið um persónueiginleika Donalds Trump, yfirganginn, græðgina, sýndarmennskuna, kvenhatrið, þessa fáránlegu þriðjabekkjarstæla,“ sagði Mitt Romney á dögunum, en hann var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012. Nær ómögulegt þykir fyrir mótframbjóðendur Trumps að ná forskoti hans í forvalinu. Saman gætu þeir þó komið í veg fyrir að Trump nái þeim 1237 kjörmönnum sem mundu tryggja honum útnefningu flokksins. Nái Trump ekki þessum fjölda kjörmanna geta kjörmenn hinna frambjóðendanna sameinast um annan frambjóðanda. Verði þetta raunin er spurning hvort þeir Cruz, Rubio eða Kasich séu tilbúnir að fylkja sér á bakvið hvorn annan. Hinn möguleikinn er að kjörmennirnir lýsi yfir stuðningi við enn annan frambjóðanda, en heimildir CNN fréttstofunnar herma að fyrrnefndur Mitt Romney eygi þarna von til að verða í annað sinn fulltrúi Repúblikana í baráttunni um Hvíta húsið.
Donald Trump Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira