Trump og Clinton með ótvíræða forystu Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. mars 2016 07:00 Kjósendur á kjörfundi Demókrataflokksins í Denver í Colorado á þriðjudaginn. Fyrirkomulag kosninga er misjafnt eftir ríkjum. Sums staðar eru kallaðir saman fundir þar sem atkvæði eru greidd. Nordicphotos/AFP Bernie Sanders benti félögum sínum í Demókrataflokknum á að enn eigi forkosningar eftir að fara fram í 35 af 50 ríkjum Bandríkjanna. Hann ætli sér alls ekki að gefast upp strax, þótt hann hafi beðið lægri hlut í flestum þeirra 15 ríkja sem búin eru að halda forkosningar. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að við ætlum að fara með baráttu okkar fyrir efnahagslegu réttlæti, fyrir félagslegu réttlæti, fyrir umhverfisheilbrigði og fyrir friði í heiminum til allra þessara ríkja,“ sagði hann við stuðningsmenn sína í Vermont, þar sem hann vann sinn stærsta sigur. Enda er hann þar á heimaslóðum. Fáir virðast þó telja hann líklegan til sigurs úr þessu. Clinton bar sigur úr býtum í átta af þeim tólf ríkjum, sem kosið var í á þriðjudaginn. Hún er þar með komin með yfirburðastöðu í kappi þeirra Sanders um að verða forsetaefni demókrata, þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta í nóvember. Hjá Repúblikönum styrkti síðan hinn yfirlýsingaglaði Donald Trump stöðu sína til muna, helstu ráðamönnum flokksins til mikillar skelfingar.„Þetta er flokkur Lincolns,“ sagði repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og vísaði óbeint til þess að Donald Trump hafi ekki brugðist harkalega við þegar hann frétti að einn helsti forsprakki Ku Klux Klan samtakanna hafði lýst yfir stuðningi við hann. „Ef einhver vill verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins, þá duga engin undanbrögð eða leikaraskapur,“ sagði Ryan. „Þeir verða að afneita öllum samtökum og stefnumálum sem eru byggð á þröngsýni. Þessi flokkur nærist ekki á fordómum fólks.“ Trump bar sig hins vegar mannalega, sagðist ekki þekkja Ryan sérlega vel en þeim ætti örugglega eftir að koma ágætlega saman. „Ég er maður sem sameina fólk. Ég veit að fólk á eftir að eiga svolítið erfitt með að trúa því, en trúið mér: ég sameina fólk,“ sagði Trump við blaðamenn. „Flokkurinn okkar er að stækka.“ Hann sagðist ekki ætla að sýna Hillary Clinton neina miskunn, fari svo að þau tvö verði forsetaefni flokkanna tveggja: „Þegar öllu þessu er lokið ætla ég að ráðast gegn Hillary Clinton, að því gefnu að henni verði leyft að fara í framboð.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Bernie Sanders benti félögum sínum í Demókrataflokknum á að enn eigi forkosningar eftir að fara fram í 35 af 50 ríkjum Bandríkjanna. Hann ætli sér alls ekki að gefast upp strax, þótt hann hafi beðið lægri hlut í flestum þeirra 15 ríkja sem búin eru að halda forkosningar. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að við ætlum að fara með baráttu okkar fyrir efnahagslegu réttlæti, fyrir félagslegu réttlæti, fyrir umhverfisheilbrigði og fyrir friði í heiminum til allra þessara ríkja,“ sagði hann við stuðningsmenn sína í Vermont, þar sem hann vann sinn stærsta sigur. Enda er hann þar á heimaslóðum. Fáir virðast þó telja hann líklegan til sigurs úr þessu. Clinton bar sigur úr býtum í átta af þeim tólf ríkjum, sem kosið var í á þriðjudaginn. Hún er þar með komin með yfirburðastöðu í kappi þeirra Sanders um að verða forsetaefni demókrata, þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta í nóvember. Hjá Repúblikönum styrkti síðan hinn yfirlýsingaglaði Donald Trump stöðu sína til muna, helstu ráðamönnum flokksins til mikillar skelfingar.„Þetta er flokkur Lincolns,“ sagði repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og vísaði óbeint til þess að Donald Trump hafi ekki brugðist harkalega við þegar hann frétti að einn helsti forsprakki Ku Klux Klan samtakanna hafði lýst yfir stuðningi við hann. „Ef einhver vill verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins, þá duga engin undanbrögð eða leikaraskapur,“ sagði Ryan. „Þeir verða að afneita öllum samtökum og stefnumálum sem eru byggð á þröngsýni. Þessi flokkur nærist ekki á fordómum fólks.“ Trump bar sig hins vegar mannalega, sagðist ekki þekkja Ryan sérlega vel en þeim ætti örugglega eftir að koma ágætlega saman. „Ég er maður sem sameina fólk. Ég veit að fólk á eftir að eiga svolítið erfitt með að trúa því, en trúið mér: ég sameina fólk,“ sagði Trump við blaðamenn. „Flokkurinn okkar er að stækka.“ Hann sagðist ekki ætla að sýna Hillary Clinton neina miskunn, fari svo að þau tvö verði forsetaefni flokkanna tveggja: „Þegar öllu þessu er lokið ætla ég að ráðast gegn Hillary Clinton, að því gefnu að henni verði leyft að fara í framboð.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira