Ásmundur sakaður um mannvonsku Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2016 15:30 Fólkið á Facebook keppist við að lýsa sig innilega ósammála Ásmundi. Hugmyndir um að snúa flóttafólki við þegar við komu falla í afar grýttan jarðveg. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins velti því fyrir sér, í ræðupúlti Alþingis, hvort ekki gæti verið rétt að snúa flóttafólki við, til síns heima, þegar við komuna til landsins.Vísir greindi frá hér. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir þingmannsins falli í afar grýttan jarðveg, svo ekki sé meira sagt. Fjölmargir fordæma orð þingmannsins, sem reyndar hafði slegið þann varnagla í ræðu sinni að líkast til myndi „góða fólkið“ rífa hann í sig.Óttarr segir mannvonsku óásættanlega Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, tjáir sig um málið á Facebook og segir: „Hvort á maður að hafa meiri áhyggjur af þeim sem vilja vera góðir eða þeim sem vilja vera vondir? Ég gæti ekki verið meira ósammála þingmanninum. Mannvonska er einfaldlega óásættanleg.“Ásmundur fær kaldar kveðjur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, en hér eru þær Áslaug og Hildur ásamt Halldóri Halldórssyni.visir/daníelEn, það er ekki síst úr sínum eigin flokki sem Ásmundur fær köldustu kveðjurnar. Flokkssystir Ásmundar og borgarfulltrúi, Áslaug Friðriksdóttir, er langt í frá ánægð með sinn mann. „Ásmundur heldur áfram að koma fram með undarlegar og vondar tillögur. Ég tel mig ekkert sérstaklega mikið til góða fólksins en ríf þessar tillögur engu að síður í mig.“ Hildur Sverrisdóttir deilir þessum orðum Áslaugar, og lýsir sig innilega sammála: „Word sister. Kannski rétt að minna hér á að ríkisstjórnin er sammála um að gefa fjármagn, orku, athygli og virðingu í þágu þessa málaflokks. Ásmundur var kannski disturbed by a bee þegar það var ákveðið...?Ásmundur kominn út í horn í sínum eigin flokki Annar flokksbróðir Ásmundur, foringi úr ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins, sem ekki er par ánægður er Davíð Þorláksson: „Mér finnst nærtækara að skoðað verði alvarlega að loka borgarmörkunum og senda Ásmund til síns heima.“ Og vopnasystir Ásmundar á þingi, Unnur Brá Konráðsdóttir póstar á sinn Facebookvegg: „Úr stefnu Sjálfstæðisflokksins: "Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. " Bara ef einhver er ekki með þetta á hreinu.“ Þingavigtarmenn úr flokknum, svo sem Guðlaugur Þór Þórðarson og Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hafa sett læk við þetta þannig að ljóst má vera að Ásmundur virðist kominn út í horn í sínum eigin flokki.Óttarr segir mannvonsku einfaldlega óásættanlega.visir/þþKeppst við að vera óssammála Ásmundi Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar furðar sig á málflutningi Ásmundar: „Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hoppar á Trump vagninn og afbakar sannleikann um hælisleitendur. Það verður nú að teljast afar ólíklegt að hann vilji í raun takmarka ferðafrelsi Íslendinga með því að ganga úr Schengen. Hann ber svo stöðuna á Íslandi við þá í Svíþjóð og Danmörku, en Svíar hafa tekið á móti flestum hælisleitendum í Evrópu miðað við höfðatölu. Við stöndum þeim langt að baki. Það er ekki erfitt að vera í liði með "góða fólkinu og fjölmiðlum" sem fletta ofan af vitleysunni.“ Reyndar keppist fólk við að lýsa sig ósammála Ásmundi á samfélagsmiðlunum. Illugi Jökulsson þjóðfélagsrýnir og rithöfundur bregður fyrir sig háðinu þegar hann skrifar á Facebook: „Ég er stoltur af að tilheyra sömu þjóð og Ásmundur Friðriksson. Hann er djúpur hugsuður, hjartahlýr mannvinur og gáfaður stjórnvitringur. Af hverju hefur Ásmundur Friðriksson ekki verið hafinn til enn meiri valda í samfélaginu? Hann er svo flottur!!“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, er ekki hress með Ásmund og má telja það að líkum. „Það á sumsé að 'skoða það' að vísa öllum hælisleitendum strax úr landi af því að einn þeirra er svo illa staddur og örvæntingarfullur að hann hótar að kveikja í sjálfum sér? Ef Ásmundur skilur ekki af hverju málflutningur af þessu tagi vekur réttláta reiði margra er hann hreinlega ekki í tengslum við nokkurn skapaðan hlut.“Úr stefnu Sjálfstæðisflokksins: "Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. " Bara ef einhver er ekki með þetta á hreinu.Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 1. mars 2016 Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Hugmyndir um að snúa flóttafólki við þegar við komu falla í afar grýttan jarðveg. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins velti því fyrir sér, í ræðupúlti Alþingis, hvort ekki gæti verið rétt að snúa flóttafólki við, til síns heima, þegar við komuna til landsins.Vísir greindi frá hér. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir þingmannsins falli í afar grýttan jarðveg, svo ekki sé meira sagt. Fjölmargir fordæma orð þingmannsins, sem reyndar hafði slegið þann varnagla í ræðu sinni að líkast til myndi „góða fólkið“ rífa hann í sig.Óttarr segir mannvonsku óásættanlega Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, tjáir sig um málið á Facebook og segir: „Hvort á maður að hafa meiri áhyggjur af þeim sem vilja vera góðir eða þeim sem vilja vera vondir? Ég gæti ekki verið meira ósammála þingmanninum. Mannvonska er einfaldlega óásættanleg.“Ásmundur fær kaldar kveðjur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, en hér eru þær Áslaug og Hildur ásamt Halldóri Halldórssyni.visir/daníelEn, það er ekki síst úr sínum eigin flokki sem Ásmundur fær köldustu kveðjurnar. Flokkssystir Ásmundar og borgarfulltrúi, Áslaug Friðriksdóttir, er langt í frá ánægð með sinn mann. „Ásmundur heldur áfram að koma fram með undarlegar og vondar tillögur. Ég tel mig ekkert sérstaklega mikið til góða fólksins en ríf þessar tillögur engu að síður í mig.“ Hildur Sverrisdóttir deilir þessum orðum Áslaugar, og lýsir sig innilega sammála: „Word sister. Kannski rétt að minna hér á að ríkisstjórnin er sammála um að gefa fjármagn, orku, athygli og virðingu í þágu þessa málaflokks. Ásmundur var kannski disturbed by a bee þegar það var ákveðið...?Ásmundur kominn út í horn í sínum eigin flokki Annar flokksbróðir Ásmundur, foringi úr ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins, sem ekki er par ánægður er Davíð Þorláksson: „Mér finnst nærtækara að skoðað verði alvarlega að loka borgarmörkunum og senda Ásmund til síns heima.“ Og vopnasystir Ásmundar á þingi, Unnur Brá Konráðsdóttir póstar á sinn Facebookvegg: „Úr stefnu Sjálfstæðisflokksins: "Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. " Bara ef einhver er ekki með þetta á hreinu.“ Þingavigtarmenn úr flokknum, svo sem Guðlaugur Þór Þórðarson og Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hafa sett læk við þetta þannig að ljóst má vera að Ásmundur virðist kominn út í horn í sínum eigin flokki.Óttarr segir mannvonsku einfaldlega óásættanlega.visir/þþKeppst við að vera óssammála Ásmundi Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar furðar sig á málflutningi Ásmundar: „Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hoppar á Trump vagninn og afbakar sannleikann um hælisleitendur. Það verður nú að teljast afar ólíklegt að hann vilji í raun takmarka ferðafrelsi Íslendinga með því að ganga úr Schengen. Hann ber svo stöðuna á Íslandi við þá í Svíþjóð og Danmörku, en Svíar hafa tekið á móti flestum hælisleitendum í Evrópu miðað við höfðatölu. Við stöndum þeim langt að baki. Það er ekki erfitt að vera í liði með "góða fólkinu og fjölmiðlum" sem fletta ofan af vitleysunni.“ Reyndar keppist fólk við að lýsa sig ósammála Ásmundi á samfélagsmiðlunum. Illugi Jökulsson þjóðfélagsrýnir og rithöfundur bregður fyrir sig háðinu þegar hann skrifar á Facebook: „Ég er stoltur af að tilheyra sömu þjóð og Ásmundur Friðriksson. Hann er djúpur hugsuður, hjartahlýr mannvinur og gáfaður stjórnvitringur. Af hverju hefur Ásmundur Friðriksson ekki verið hafinn til enn meiri valda í samfélaginu? Hann er svo flottur!!“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, er ekki hress með Ásmund og má telja það að líkum. „Það á sumsé að 'skoða það' að vísa öllum hælisleitendum strax úr landi af því að einn þeirra er svo illa staddur og örvæntingarfullur að hann hótar að kveikja í sjálfum sér? Ef Ásmundur skilur ekki af hverju málflutningur af þessu tagi vekur réttláta reiði margra er hann hreinlega ekki í tengslum við nokkurn skapaðan hlut.“Úr stefnu Sjálfstæðisflokksins: "Hafa skal mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. " Bara ef einhver er ekki með þetta á hreinu.Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 1. mars 2016
Tengdar fréttir Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54