Íslenski boltinn

Stjarnan skoraði átta gegn Huginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jeppe skoraði tvö í dag.
Jeppe skoraði tvö í dag. vísir/andri marinó
Stjarnan rúllaði yfir Huginn í Lengjubikar karla í dag, en Stjarnan skoraði átta mörk. Fylkismenn unnu einnig góðan sigur og Þór/KA vann Selfoss í Lengjubikar kvenna fyrir norðan.

Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk sem og Jeppe Hansen og þeir Brynjar Gauti Guðjónsson, Ólafur Karl Finsen, Veigar Páll Gunnarsson og Hilmar Árni Halldórsson bættu við sitt hvoru markinu. Lokatölur 8-0.

Stjarnan hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum, en þeir töpuðu fyrir Keflavík. Huginn er á botninum með eitt stig eftir fjóra leiki.

Fylkismenn gerðu góða ferð austur á land þegar þeir unnu Fjarðabyggð 3-1 í Fjarðabyggðahöllinni. Fylkismenn komust yfir á nítjándu mínútu og Tómas Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu.

Daði Ólafsson bætti svo við marki í síðari hálfleik áður en Víkingur Pálmason klóraði í bakkann fyrir Fjarðabyggð í uppbótartíma. Lokatölur 3-1.

Fylkir er á toppi riðils 2 með tíu stig eftir fyrstu fjóra leikina, en Fjarðabyggð er á botninum með 0 stig eftir þrjá leiki.

Í Lengjubikar kvenna vann Þór/KA öflugan heimasigur á Selfoss, 2-0, í Boganum í dag. Andrea Mist Pálsdóttir og Katla Ósk Rakelardóttir skoruðu mörk heimastúlkna.

Akureyringarnir eru því með þrjú stig eftir einn leik, en Selfoss er með núll stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×