Körfubolti

Obama spáir í háskólakörfuna í síðasta sinn | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Obama spáði rétt 2009.
Obama spáði rétt 2009. mynd/skjáskot
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur alla sína stjórnartíð spáð opinberlega í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans (e. March Madness) en hún hófst í gær.

Alls taka 64 lið þátt í lokamótinu og þykir mikið sport í Bandaríkjunum að reyna að spá leið allra liðanna. Fleiri milljónir Bandaríkjamanna taka þátt í þessu á netinu og heima hjá sér.

Obama spáði rétt árið 2009 þegar hann gerði þetta fyrst. Þá sagði hann að North Carolina myndi fara alla leið og svo varð. Hann hefur ekki spáð rétt síðan.

„Sannleikurinn er sá að ég veit ekki nógu mikið um þetta í dag. Ég get því ekki treyst mér til að velja eitthvað lið sem kemur inn í áttunda sæti til að vinna mótið. Því er ég oft að veðja á þjálfarana,“ segir Obama. „Ég byrjaði á því að veðja á réttan sigurvegara og ég geri það nú aftur í síðasta skiptið.“

Í myndbandinu hér að neðan má sjá Obama spá í spilin fyrir lokamótið í ár. Hér má sjá hvernig hann spáir í alla leikina.

Spár Obama og sigurvegarar í hans stjórnartíð:

2009: Spáir North Carolina titlinum og það rætist

2010: Spáir Kansas titlinum en Duke vinnur

2011: Spáir Kansas titlinum en UCONN vinnur

2012: Spáir North Carolina titlinum en Kentucky vinnur

2013: Spáir Indiana titlinum en Louisville vinnur

2014: Spáir Michigan State titlinum en UCONN vinnur

2015: Spáir Kentucky titlinum en Duke vinnur

2016: Spáir Kansas titlinum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×