Gott að vera barnafjölskylda í Brussel Una Sighvatsdóttir skrifar 28. mars 2016 19:00 Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00
Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47