Hver eru stóru málin? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Í þeirri fullkomnu upplausn sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarna daga hefur stjórnmálamönnum verið tíðrætt um þau stóru mál sem þurfi að sinna. Ekki eru allir sammála um hvaða mál það séu og því full ástæða til að benda á hvaða mál þola ekki lengur bið, að mati BSRB, óháð því hvaða flokkar mynda hér ríkisstjórn. Þannig hafa nú litið dagsins ljós tillögur um mikilvægar breytingar á lögum um fæðingarorlof. BSRB leggur þunga áherslu á að unnið verði áfram að þessum málum af krafti, og frumvarp lagt fyrir Alþingi til samþykktar sem fyrst. Engin ástæða er til annars en að ætla að góð samstaða verði um það á Alþingi að bæta stöðu nýbakaðra foreldra. Bandalagið telur afar mikilvægt að tafarlaust verði fest í lög að greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi upp að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki. Þá þarf að hækka hámark á greiðslur í 600 þúsund krónur og lengja orlofið úr 9 mánuðum í 12. BSRB telur einnig mikilvægt að Alþingi ljúki umfjöllun um húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra sem fyrst. Bandalagið bindur miklar vonir við að framboð af leiguhúsnæði fyrir launafólk aukist verulega samþykki Alþingi frumvörpin.Meira fé í heilbrigðismálin Bandalagið styður áform um þak á greiðslur sjúklinga fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins, þó ekki hafi verið tekin afstaða til frumvarps heilbrigðisráðherra sem hefur það að markmiði. BSRB leggst alfarið gegn gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og hvetur til þess að fallið verði frá henni sem fyrst. Hávær krafa hefur einnig verið uppi um að stjórnvöld verji meira fé til heilbrigðismálanna. Tafarlaust þarf að létta því fjársvelti sem heilbrigðisstofnanir um allt land hafa verið í undanfarin ár. Það ætti að vera forgangsmál stjórnmálamanna úr öllum flokkum. Þau eru víða stóru málin og vonandi að hverjir þeir sem sitja við völd hér næstu mánuði beri gæfu til að sinna þeim málum sem skipta fólkið í landinu miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri fullkomnu upplausn sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarna daga hefur stjórnmálamönnum verið tíðrætt um þau stóru mál sem þurfi að sinna. Ekki eru allir sammála um hvaða mál það séu og því full ástæða til að benda á hvaða mál þola ekki lengur bið, að mati BSRB, óháð því hvaða flokkar mynda hér ríkisstjórn. Þannig hafa nú litið dagsins ljós tillögur um mikilvægar breytingar á lögum um fæðingarorlof. BSRB leggur þunga áherslu á að unnið verði áfram að þessum málum af krafti, og frumvarp lagt fyrir Alþingi til samþykktar sem fyrst. Engin ástæða er til annars en að ætla að góð samstaða verði um það á Alþingi að bæta stöðu nýbakaðra foreldra. Bandalagið telur afar mikilvægt að tafarlaust verði fest í lög að greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi upp að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki. Þá þarf að hækka hámark á greiðslur í 600 þúsund krónur og lengja orlofið úr 9 mánuðum í 12. BSRB telur einnig mikilvægt að Alþingi ljúki umfjöllun um húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra sem fyrst. Bandalagið bindur miklar vonir við að framboð af leiguhúsnæði fyrir launafólk aukist verulega samþykki Alþingi frumvörpin.Meira fé í heilbrigðismálin Bandalagið styður áform um þak á greiðslur sjúklinga fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins, þó ekki hafi verið tekin afstaða til frumvarps heilbrigðisráðherra sem hefur það að markmiði. BSRB leggst alfarið gegn gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og hvetur til þess að fallið verði frá henni sem fyrst. Hávær krafa hefur einnig verið uppi um að stjórnvöld verji meira fé til heilbrigðismálanna. Tafarlaust þarf að létta því fjársvelti sem heilbrigðisstofnanir um allt land hafa verið í undanfarin ár. Það ætti að vera forgangsmál stjórnmálamanna úr öllum flokkum. Þau eru víða stóru málin og vonandi að hverjir þeir sem sitja við völd hér næstu mánuði beri gæfu til að sinna þeim málum sem skipta fólkið í landinu miklu máli.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun