Geir býst við því að tárast þegar strákarnir labba inn á völlinn í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 20:39 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var einn viðmælendanna í innslagi um íslenska fótboltakraftaverkið í fótboltaþættinum Football Focus sem er vikulega á dagskrá á BBC í Bretlandi. Breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar og verður þá fámennasta þjóðin til að taka þátt í EM í fótbolta. Innslagið byrjar og endar á viðtali við formann KSÍ þar sem hann byrjar á því að segja frá því þegar fyrsta Knattspyrnuhöllin var byggð á Íslandi en menn hafa þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum Í loki innslagsins er Geir spurður af því hvernig honum muni líða 14. júní næstkomandi þegar íslenska karlalandsliðið gengur inn á Stade Geoffroy-Guichard völlinn í Saint-Étienne fyrir leik sinn á móti Portúgal. „Ég verð yfir mig stoltur og líklega bara grátandi," svaraði Geir hlæjandi og hann verður örugglega ekki eini Íslendingurinn sem verður í tilfinningarússíbana þessa sögulegu daga í júní. Geir er 51 árs gamall og hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands frá árinu 2007. Geir hóf störf á KSÍ árið 1992 og var búin að vera framkvæmdastjóri í áratug þegar hann var kosinn formaður. Frá því að Geir tók við formennsku hjá KSÍ hafa bæði karla- og kvennalandsliðið unnið sér sæti á Evrópumótinu í fyrsta sinn. Umfjöllunin um Ísland hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má finna allan Football Focus þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var einn viðmælendanna í innslagi um íslenska fótboltakraftaverkið í fótboltaþættinum Football Focus sem er vikulega á dagskrá á BBC í Bretlandi. Breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar og verður þá fámennasta þjóðin til að taka þátt í EM í fótbolta. Innslagið byrjar og endar á viðtali við formann KSÍ þar sem hann byrjar á því að segja frá því þegar fyrsta Knattspyrnuhöllin var byggð á Íslandi en menn hafa þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum Í loki innslagsins er Geir spurður af því hvernig honum muni líða 14. júní næstkomandi þegar íslenska karlalandsliðið gengur inn á Stade Geoffroy-Guichard völlinn í Saint-Étienne fyrir leik sinn á móti Portúgal. „Ég verð yfir mig stoltur og líklega bara grátandi," svaraði Geir hlæjandi og hann verður örugglega ekki eini Íslendingurinn sem verður í tilfinningarússíbana þessa sögulegu daga í júní. Geir er 51 árs gamall og hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands frá árinu 2007. Geir hóf störf á KSÍ árið 1992 og var búin að vera framkvæmdastjóri í áratug þegar hann var kosinn formaður. Frá því að Geir tók við formennsku hjá KSÍ hafa bæði karla- og kvennalandsliðið unnið sér sæti á Evrópumótinu í fyrsta sinn. Umfjöllunin um Ísland hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má finna allan Football Focus þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira