Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2016 14:13 Framkvæmdir ganga vel en staðurinn verður opnaður eftir helgi. Vísir/Vilhelm Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn. Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn.
Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira