Erlent

Trump vísaði til 9/11 sem 7/11

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Trump mismælti sig í gær.
Trump mismælti sig í gær. Vísir
Donald Trump mismælti sig allsvakalega í framboðsræðu í Buffalo-borg í New York fylki í gærkvöldi þegar hann nefndi vinsæla verslunarkeðju í staðinn fyrir daginn 11. september 2001, daginn sem minnst er fyrir hryðjuverkaárás Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York. Trump er sem kunnugt er einn frambjóðenda Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna og nýtur hann víðtæks stuðnings. 

Mismælin eru örlítið skiljanlegri á ensku heldur en á okkar ylhýra enda ber verslunarkeðjan heitið 7/11 en dagur hryðjuverkaárásanna í daglegu tali kallaður 9/11.  

Trump var í ræðu sinni að mæra New York búa og seiglu þeirra.

„Ég skrifaði þetta niður og þetta er mjög nærri hjarta mínu,“ sagði hann. „Af því að ég var þarna, og horfði á lögreglumennina okkar og slökkviliðsmennina okkar þann sjöunda ellefta, við World Trade Center, stuttu eftir að byggingin hrundi og ég sá magnaðasta fólk sem ég hef séð að störfum.“

Forsetaframbjóðandinn leiðrétti ekki mál sitt. Hann kemur frá New York og er því spáð að hann vinni stórsigur í forkosningum í fylkinu en þær fara fram í dag. Því er jafnvel spáð að hann vinni næstum 50 prósent sigur og það myndi merkja að hann fengi alla 95 fulltrúa fylkisins. 


Tengdar fréttir

Clinton og Trump jöfn

Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum.

Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar

Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×