Erlent

Adele, Trump og Zuckerberg á meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bandaríska tímaritið Time birti í liðinni viku árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Fyrsti listinn var birtur árið 1999 en listinn hefur síðan verið tekinn saman á hverju ári síðan 2004.

Listanum í ár er skipt upp í fimm flokka, brautryðjendur, stórmenni, listamenn, leiðtogar og átrúnaðargoð. Á meðal þeirra sem eru á listanum eru Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og kona hans, Priscilla Zuckerberg, tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar, Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, og söngkonan Adele.

Þá er forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, einnig á listanum auk þeirra Donald Trump, Ted Cruz, Hillary Clinton og Bernie Sanders en þau sækjast öll eftir því að verða frambjóðendur í bandarísku forsetakosningunum í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×