Ísland og góðu verkin Auður Guðjónsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun