Bannlisti háskólanemans Kristófer Már Maronsson skrifar 15. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er ekki fyrir alla. Jafnt aðgengi að námi er ekki til staðar. Það geta að sjálfsögðu allir sótt um, þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur gætu svo fengið samþykki og hafið nám. Það þýðir ekki að HÍ sé fyrir þá einstaklinga. Það þýðir heldur ekki að HÍ vilji ekki vera fyrir alla, en vegna fjármagnsskorts og afstöðu sumra kennara til lausnarinnar þá er það ekki mögulegt. Margt innan háskólans þarfnast meira fjármagns, en að mínu mati er upptaka fyrirlestra eitt það allra brýnasta. Háskóli Íslands býður í flestum fögum upp á hið gamla góða fyrirlestraform þar sem nemendur sitja og hlusta á kennarann, með stuttum kaffipásum inn á milli. Til þess að njóta fræðslu kennara þarf því að mæta á fyrirfram ákveðinn stað, sitja í sæti, taka mjög vel eftir, halda sér vakandi og sjúga í sig fræðin án þess að truflast í eina sekúndu. Fyrir hverja er svona háskólanám? Í stuttu máli mætti segja að það væri fyrir ofurheilbrigða, barnlausa einstaklinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu, sem skara ekki fram úr í íþróttum eða þurfa að vinna fyrir sér á venjulegum dagvinnutíma. Fyrir þessa einstaklinga má samt ekkert bregða út af, strætó má ekki klikka, flensa má ekki ganga yfir landið, jarðarfarir mega ekki vera á skólatíma, árekstur í stundatöflu má ekki eiga sér stað eða hvað svo sem gæti mögulega komið í veg fyrir að þú mættir í fyrirlestur. Því fleiri fyrirlestrum sem þú missir af, því lengur ertu að læra efnið. Hverja er kerfið þá að útiloka? Fólk með sjúkdóma sem á skotstundu geta komið því kylliflötu í rúmið í einhvern tíma ætti ekki að fara í háskólann. Foreldrar ættu bara að sleppa þessu. Fólk af landsbyggðinni ætti ekkert að stunda nám við HÍ, afreksíþróttafólk sem ferðast út fyrir landsteinana fyrir Íslands hönd ætti frekar að fara í háskóla að ferlinum loknum. Svona mætti áfram telja, hvergi er gert ráð fyrir að háskólaneminn uppfylli nein þessara skilyrða. Viljum við senda slíkan bannlista sem skilaboð út til samfélagsins? Upptaka fyrirlestra er lausnin sem ég legg til. Þetta er vel þekkt í mörgum af fremstu háskólum heims. Fyrirlesturinn er tekinn upp og nemendur geta nálgast hann á netinu þrátt fyrir að geta ekki setið hann á tilsettum tíma. Ég lærði ekki línulega algebru með því að sitja fyrirlestra í Háskólabíó, ég fann mér frábærar upptökur frá MIT af svipuðu námskeiði. Tæknin er til staðar og með henni getum við stigið stórt skref í átt að því að jafna aðgengi að námi á Íslandi. Áhrifin eru víðtækari en margir gera sér grein fyrir. Ytri áhrif er hugtak sem notað er í hagfræði. Ytri áhrif verða þegar hagrænt atferli hefur í för með sér ávinning eða kostnað fyrir þriðja aðila án þess að sá aðili hafi valið að hljóta ávinninginn eða kostnaðinn. Jákvæð ytri áhrif veita því þriðja aðila ávinning en neikvæð ytri áhrif veita þriðja aðila kostnað. Margir mæta í fyrirlestra einungis til að mæta, en valda neikvæðum ytri áhrifum með því að trufla aðra, t.d. með því tala við vin sinn í tíma en það getur haft áhrif á einstaklinga nálægt þeim sem reyna að fylgjast með fyrirlestrinum. Aðrir mæta í tíma vel undirbúnir og spyrja kennarann spurninga sem hann svo svarar og allir sem hlusta fræðast meira um efnið. Þetta er dæmi um jákvæð ytri áhrif. Upptaka fyrirlestra hefði það í för með sér að meiri líkur en minni eru á því að vel undirbúnir nemendur myndu mæta í fyrirlestrana og því yrði aukinn ávinningur af kennslustundinni fyrir þá nema, en einnig þá sem myndu horfa á fyrirlesturinn á netinu í formi meiri fræðslu og tímasparnaðar. Formið myndi einnig henta þeim vel sem þyrftu að rifja upp efni fyrri fyrirlestra eða skerpa á ákveðnu efni námskeiðsins. Með upptöku fyrirlestra yrðu mörg vandamál úr sögunni, til dæmis að vera heima með veikt barn, búa á landsbyggðinni eða fá flensu. Áhrifin myndu að öllu jöfnu einnig skila sér í lægra brottfalli og hæfari útskriftarnemum auk þess sem aukinn möguleiki yrði á fjarnámi við Háskóla Íslands. Einnig þyrftu færri námsmenn á námslánum frá LÍN að halda því aukinn fjöldi nemenda gæti búið heima hjá sér, mögulega á framfærslu foreldra. Á dögunum var því haldið fram að svefnleysi væru hinar nýju reykingar. Sá sem lendir í andvökunótt þyrfti ekki að stressa sig á því að vakna um morguninn, hann gæti gengið að því vísu að fyrirlesturinn kæmi hvort sem er á netið. Minni umferð yrði á morgnana því svokallaðar B-manneskjur gætu lært á sínum forsendum, þegar þær eru best til þess fallnar að læra. Þannig má færa rök fyrir því að upptaka fyrirlestra sé bæði umhverfisvænni en núverandi form og stuðli að betri lýðheilsu nemenda. Skólakerfið gerir ráð fyrir því að fólk passi inn í fyrirframákveðinn kassa, en raunin er sú að fáir vilja lifa í kassa. Við þurfum því að bæta kerfið og fjarlægja kassann. Upptaka fyrirlestra er jafnréttismál, umhverfismál og lýðheilsumál. Samfélagið í heild myndi hagnast af því fyrirkomulagi. Það ætti að vera eitt af stærstu stefnumálum stjórnvalda í menntamálum að fjármagna upptöku fyrirlestra við Háskóla Íslands. Þá fyrst getum við farið að tala um jafnt aðgengi að námi. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Tengdar fréttir Aukið fjármagn til Háskóla Íslands: Hlutfall nemenda á hvern kennara of hátt 14. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna 13. maí 2016 09:00 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er ekki fyrir alla. Jafnt aðgengi að námi er ekki til staðar. Það geta að sjálfsögðu allir sótt um, þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur gætu svo fengið samþykki og hafið nám. Það þýðir ekki að HÍ sé fyrir þá einstaklinga. Það þýðir heldur ekki að HÍ vilji ekki vera fyrir alla, en vegna fjármagnsskorts og afstöðu sumra kennara til lausnarinnar þá er það ekki mögulegt. Margt innan háskólans þarfnast meira fjármagns, en að mínu mati er upptaka fyrirlestra eitt það allra brýnasta. Háskóli Íslands býður í flestum fögum upp á hið gamla góða fyrirlestraform þar sem nemendur sitja og hlusta á kennarann, með stuttum kaffipásum inn á milli. Til þess að njóta fræðslu kennara þarf því að mæta á fyrirfram ákveðinn stað, sitja í sæti, taka mjög vel eftir, halda sér vakandi og sjúga í sig fræðin án þess að truflast í eina sekúndu. Fyrir hverja er svona háskólanám? Í stuttu máli mætti segja að það væri fyrir ofurheilbrigða, barnlausa einstaklinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu, sem skara ekki fram úr í íþróttum eða þurfa að vinna fyrir sér á venjulegum dagvinnutíma. Fyrir þessa einstaklinga má samt ekkert bregða út af, strætó má ekki klikka, flensa má ekki ganga yfir landið, jarðarfarir mega ekki vera á skólatíma, árekstur í stundatöflu má ekki eiga sér stað eða hvað svo sem gæti mögulega komið í veg fyrir að þú mættir í fyrirlestur. Því fleiri fyrirlestrum sem þú missir af, því lengur ertu að læra efnið. Hverja er kerfið þá að útiloka? Fólk með sjúkdóma sem á skotstundu geta komið því kylliflötu í rúmið í einhvern tíma ætti ekki að fara í háskólann. Foreldrar ættu bara að sleppa þessu. Fólk af landsbyggðinni ætti ekkert að stunda nám við HÍ, afreksíþróttafólk sem ferðast út fyrir landsteinana fyrir Íslands hönd ætti frekar að fara í háskóla að ferlinum loknum. Svona mætti áfram telja, hvergi er gert ráð fyrir að háskólaneminn uppfylli nein þessara skilyrða. Viljum við senda slíkan bannlista sem skilaboð út til samfélagsins? Upptaka fyrirlestra er lausnin sem ég legg til. Þetta er vel þekkt í mörgum af fremstu háskólum heims. Fyrirlesturinn er tekinn upp og nemendur geta nálgast hann á netinu þrátt fyrir að geta ekki setið hann á tilsettum tíma. Ég lærði ekki línulega algebru með því að sitja fyrirlestra í Háskólabíó, ég fann mér frábærar upptökur frá MIT af svipuðu námskeiði. Tæknin er til staðar og með henni getum við stigið stórt skref í átt að því að jafna aðgengi að námi á Íslandi. Áhrifin eru víðtækari en margir gera sér grein fyrir. Ytri áhrif er hugtak sem notað er í hagfræði. Ytri áhrif verða þegar hagrænt atferli hefur í för með sér ávinning eða kostnað fyrir þriðja aðila án þess að sá aðili hafi valið að hljóta ávinninginn eða kostnaðinn. Jákvæð ytri áhrif veita því þriðja aðila ávinning en neikvæð ytri áhrif veita þriðja aðila kostnað. Margir mæta í fyrirlestra einungis til að mæta, en valda neikvæðum ytri áhrifum með því að trufla aðra, t.d. með því tala við vin sinn í tíma en það getur haft áhrif á einstaklinga nálægt þeim sem reyna að fylgjast með fyrirlestrinum. Aðrir mæta í tíma vel undirbúnir og spyrja kennarann spurninga sem hann svo svarar og allir sem hlusta fræðast meira um efnið. Þetta er dæmi um jákvæð ytri áhrif. Upptaka fyrirlestra hefði það í för með sér að meiri líkur en minni eru á því að vel undirbúnir nemendur myndu mæta í fyrirlestrana og því yrði aukinn ávinningur af kennslustundinni fyrir þá nema, en einnig þá sem myndu horfa á fyrirlesturinn á netinu í formi meiri fræðslu og tímasparnaðar. Formið myndi einnig henta þeim vel sem þyrftu að rifja upp efni fyrri fyrirlestra eða skerpa á ákveðnu efni námskeiðsins. Með upptöku fyrirlestra yrðu mörg vandamál úr sögunni, til dæmis að vera heima með veikt barn, búa á landsbyggðinni eða fá flensu. Áhrifin myndu að öllu jöfnu einnig skila sér í lægra brottfalli og hæfari útskriftarnemum auk þess sem aukinn möguleiki yrði á fjarnámi við Háskóla Íslands. Einnig þyrftu færri námsmenn á námslánum frá LÍN að halda því aukinn fjöldi nemenda gæti búið heima hjá sér, mögulega á framfærslu foreldra. Á dögunum var því haldið fram að svefnleysi væru hinar nýju reykingar. Sá sem lendir í andvökunótt þyrfti ekki að stressa sig á því að vakna um morguninn, hann gæti gengið að því vísu að fyrirlesturinn kæmi hvort sem er á netið. Minni umferð yrði á morgnana því svokallaðar B-manneskjur gætu lært á sínum forsendum, þegar þær eru best til þess fallnar að læra. Þannig má færa rök fyrir því að upptaka fyrirlestra sé bæði umhverfisvænni en núverandi form og stuðli að betri lýðheilsu nemenda. Skólakerfið gerir ráð fyrir því að fólk passi inn í fyrirframákveðinn kassa, en raunin er sú að fáir vilja lifa í kassa. Við þurfum því að bæta kerfið og fjarlægja kassann. Upptaka fyrirlestra er jafnréttismál, umhverfismál og lýðheilsumál. Samfélagið í heild myndi hagnast af því fyrirkomulagi. Það ætti að vera eitt af stærstu stefnumálum stjórnvalda í menntamálum að fjármagna upptöku fyrirlestra við Háskóla Íslands. Þá fyrst getum við farið að tala um jafnt aðgengi að námi. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar