Gefið okkur val Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. maí 2016 14:38 Ég las nú í vikunni pistil þar sem Andri Snær var hvattur til að draga forsetaframboð sitt til baka. Ég vona að hann geri það ekki. Mér finnst skipta máli að kjósendur hafi val í forsetakosningum. Þegar sitjandi forseti ákvað að bjóða sig fram í sjötta sinn, hætti við að hætta í annað sinn, breyttist umræðan um forsetakosningarnar. Kosningar sem hefðu getað snúist um áhuga og málefnalega umræðu hafa klofið þjóðina í herðar niður. Sundrung ríkir milli þeirra sem vilja breytingar og nýja tíma og þeirra sem óttast breytingar. Fjölmiðlaumræðan hefur einkennst af þessu síðustu daga. Í stað þess að tefla fram valkostum og málefnum hefur umræðan snúist um hver eigi raunverulega möguleika á að fella sitjandi forseta. Það er til að mynda athyglisvert að Halla Tómasdóttir, eini kvenframbjóðandinn sem mælist með fylgi, hefur hreinlega ekki fengið pláss í fjölmiðlum. Umræðan snýst nánast eingöngu um hvaða klækjum eigi nú að beita til þess að sigra klækjarefinn sjálfan. Sitjandi forseti hefur eðli málsins samkvæmt talsvert fylgi, en það getur átt sér ólíkar rætur. Margir telja sitjandi forseta hafa staðið sig vel í sinni forsetatíð. Sá hópur skiptist reyndar í þá sem vilja þakka fyrir vel unnin störf og fá nýja kynslóð til að taka við og þá sem ekki sjá fyrir sér að neinn annar geti staðið sig vel í embætti. Þó nokkrir kunna ekki við að særa fullorðinn manninn sem hefur gert margt gott í gegn um tíðina. Svo eru þeir sem óttast breytingar, óttast framtíðina eða þekkja ekki annað. Við þá er lítið annað að segja en; „framtíðin mun koma“ við þurfum fólk sem kveður nýjan tón og verður okkur samferða inn í framtíðina. Þessar forsetakosningar gætu orðið svo miklu áhugaverðari, og árangursríkari, ef Andri Snær, Guðni og Halla fengju að taka umræðuna um framtíðina, þeirra sýn og áherslur. Mikið væri gaman að fá ferska umræðu um stjórnarskrá, náttúruna, jafnrétti, menningu og menntamál. Í stað þess sitjum við uppi með umræður um „strategíska“ kosningu og taktík sem þarf að beita til þess að eiga möguleika á að fá nýjan forseta (bara einhvern) eftir 20 ára valdatíð núverandi forseta. Ég er þakklát fyrir verk sitjandi forseta en við stöndum á krossgötum og þurfum að slá nýjan tón. Því tel ég mál að þakka honum fyrir samfylgdina og taka skref inn í framtíðina. Við hann og við fjölmiðla segi ég: „Plís“, gefið okkur val! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég las nú í vikunni pistil þar sem Andri Snær var hvattur til að draga forsetaframboð sitt til baka. Ég vona að hann geri það ekki. Mér finnst skipta máli að kjósendur hafi val í forsetakosningum. Þegar sitjandi forseti ákvað að bjóða sig fram í sjötta sinn, hætti við að hætta í annað sinn, breyttist umræðan um forsetakosningarnar. Kosningar sem hefðu getað snúist um áhuga og málefnalega umræðu hafa klofið þjóðina í herðar niður. Sundrung ríkir milli þeirra sem vilja breytingar og nýja tíma og þeirra sem óttast breytingar. Fjölmiðlaumræðan hefur einkennst af þessu síðustu daga. Í stað þess að tefla fram valkostum og málefnum hefur umræðan snúist um hver eigi raunverulega möguleika á að fella sitjandi forseta. Það er til að mynda athyglisvert að Halla Tómasdóttir, eini kvenframbjóðandinn sem mælist með fylgi, hefur hreinlega ekki fengið pláss í fjölmiðlum. Umræðan snýst nánast eingöngu um hvaða klækjum eigi nú að beita til þess að sigra klækjarefinn sjálfan. Sitjandi forseti hefur eðli málsins samkvæmt talsvert fylgi, en það getur átt sér ólíkar rætur. Margir telja sitjandi forseta hafa staðið sig vel í sinni forsetatíð. Sá hópur skiptist reyndar í þá sem vilja þakka fyrir vel unnin störf og fá nýja kynslóð til að taka við og þá sem ekki sjá fyrir sér að neinn annar geti staðið sig vel í embætti. Þó nokkrir kunna ekki við að særa fullorðinn manninn sem hefur gert margt gott í gegn um tíðina. Svo eru þeir sem óttast breytingar, óttast framtíðina eða þekkja ekki annað. Við þá er lítið annað að segja en; „framtíðin mun koma“ við þurfum fólk sem kveður nýjan tón og verður okkur samferða inn í framtíðina. Þessar forsetakosningar gætu orðið svo miklu áhugaverðari, og árangursríkari, ef Andri Snær, Guðni og Halla fengju að taka umræðuna um framtíðina, þeirra sýn og áherslur. Mikið væri gaman að fá ferska umræðu um stjórnarskrá, náttúruna, jafnrétti, menningu og menntamál. Í stað þess sitjum við uppi með umræður um „strategíska“ kosningu og taktík sem þarf að beita til þess að eiga möguleika á að fá nýjan forseta (bara einhvern) eftir 20 ára valdatíð núverandi forseta. Ég er þakklát fyrir verk sitjandi forseta en við stöndum á krossgötum og þurfum að slá nýjan tón. Því tel ég mál að þakka honum fyrir samfylgdina og taka skref inn í framtíðina. Við hann og við fjölmiðla segi ég: „Plís“, gefið okkur val!
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun