Hjálpum Sýrlendingum að vera heima hjá sér Hildur Þórðardóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun