Dorrit með tengsl við svissneska bankareikninga og önnur aflandsfélög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2016 18:46 Ólafur Ragnar og Dorrit. Vísir/EPA Dorrit Moussiaeff forsetafrú tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar, sem ítrekað hefur neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum, segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Fjallað er um málið á vef Reykjavík Media, The Guardian og Süddeutche Zeitung en umfjöllunin er byggð á skjölum sem uppljóstrarar létu í té í gagnalekum sem nefnast Swiss Leaks og Panama Papers.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSamkvæmt upplýsingum sem koma frá breska bankanum HSBC átti Dorrit , ásamt fjölskyldu sinni, hlut í félaginu Jaywick Properties Inc sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum, þekktu skattaskjóli. Þá kemur fram að hún hafi verið skáð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust og benda gögnin einnig til að Dorrit hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára gömul móðir hennar félli frá. Samkvæmt gögnunum frá HSBC, sem eru frá árunum 2006 og 2007, kemur fram að fjölskylda Dorritar, hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss. Tekið er fram að svo virðist sem að Dorrit hafi sjálf ekki komið að reikningunum.Sjá einnig: Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminnÞá er einnig tekið fram að ekkert í gögnunum bendi til lögbrota af hálfu Dorritar. Ekki er ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt.Í umfjöllun RME og The Guardian kemur fram að Dorrit hafi ekki viljað svara spurningum um hvort að hún tengdist þessum félögum í dag eða öðrum félögum fjölskyldunnar. Segir hún að viðskipti sín hefðu alltaf verið í samræmi við lög og að þau væru einkamál. Í svari Örnólfar Thorssonar forsetaritara við fyrirspurn fréttastofu 365 segir að Ólafur Ragnar hafi aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í fréttinni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl konu sinnar við foreldra sína eða aðra í fjölskyldunni. Þá hafði hann engar upplýsingar um áform foreldra hennar að þeim látnum. Hann vissi því ekkert um málið. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Dorrit Moussiaeff forsetafrú tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar, sem ítrekað hefur neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum, segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Fjallað er um málið á vef Reykjavík Media, The Guardian og Süddeutche Zeitung en umfjöllunin er byggð á skjölum sem uppljóstrarar létu í té í gagnalekum sem nefnast Swiss Leaks og Panama Papers.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSamkvæmt upplýsingum sem koma frá breska bankanum HSBC átti Dorrit , ásamt fjölskyldu sinni, hlut í félaginu Jaywick Properties Inc sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum, þekktu skattaskjóli. Þá kemur fram að hún hafi verið skáð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust og benda gögnin einnig til að Dorrit hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára gömul móðir hennar félli frá. Samkvæmt gögnunum frá HSBC, sem eru frá árunum 2006 og 2007, kemur fram að fjölskylda Dorritar, hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss. Tekið er fram að svo virðist sem að Dorrit hafi sjálf ekki komið að reikningunum.Sjá einnig: Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminnÞá er einnig tekið fram að ekkert í gögnunum bendi til lögbrota af hálfu Dorritar. Ekki er ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt.Í umfjöllun RME og The Guardian kemur fram að Dorrit hafi ekki viljað svara spurningum um hvort að hún tengdist þessum félögum í dag eða öðrum félögum fjölskyldunnar. Segir hún að viðskipti sín hefðu alltaf verið í samræmi við lög og að þau væru einkamál. Í svari Örnólfar Thorssonar forsetaritara við fyrirspurn fréttastofu 365 segir að Ólafur Ragnar hafi aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í fréttinni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl konu sinnar við foreldra sína eða aðra í fjölskyldunni. Þá hafði hann engar upplýsingar um áform foreldra hennar að þeim látnum. Hann vissi því ekkert um málið.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49
Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34