Segir Kína „nauðga“ Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2016 10:50 Donald Trump á fundinum í Indiana í gær. vísir/getty Donald Trump líkti viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína, sem honum hefur verið tíðrætt um í kosningabaráttu sinni, við nauðgun. Það gerði hann í máli sínu á kosningafundi í Fort Wayne í Indiana-ríki í gær og vísaði þar til gífurlegs innflutnings Bandaríkjanna á kínverskum vörum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að halda nauðgun sinni á landinu okkar áfram, það er einmitt það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump sem hefur reglulega sakað kínversk stjórnvöld um að hagræða gengi júansins til að grafa undan útflutningi Bandaríkjanna. Fyrir vikið séu Kínverjar að „slátra“ Bandaríkjamönnum í viðskiptum að mati auðkýfingsins. Ef marka má erlenda umfjöllun um ummæli Trumps er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann notar þetta orðalag um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna – það gerði hann síðast árið 2011. Trump sagðist í gær þó ekki vera í vafa um að hann, yrði hann kjörinn forseti, gæti snúið taflinu við. „Við höfum réttu spilin á hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem verið er að ræna. Við erum með spilin á hendi. Staða okkar gegn Kínverjum er sterk,“ sagði Trump áður en hann lét fyrrnefnd ummæli um nauðgun falla.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forsetaframbjóðandinn sagði þó einnig að reiði hans beindist ekki gegn Kínverjum heldur bandarískum stjórnvöldum sem Trump sagði „stórkostlega vanhæf.“ Nauðgunarummæli Trumps verður að skoða út frá þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna stuðnings hnefaleikakappans Mikes Tysons við framboð hans. Talsmenn Hillary Clinton, annars forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, segja Trump verða að þvo stuðning Tysons af sér í ljósi nauðgunardóms sem boxarinn hlaut árið 1992. Það hefur Trump ekki gert – þvert á móti sagði Trump á dögunum að Tyson væri ekki nauðgari. Kosið verður í Indiana á morgun þar sem Repúblikanar berjast um 57 kjörmenn. Trump er sem fyrr líklegastur til að hreppa útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í haust. Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25 Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09 Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Donald Trump líkti viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína, sem honum hefur verið tíðrætt um í kosningabaráttu sinni, við nauðgun. Það gerði hann í máli sínu á kosningafundi í Fort Wayne í Indiana-ríki í gær og vísaði þar til gífurlegs innflutnings Bandaríkjanna á kínverskum vörum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að halda nauðgun sinni á landinu okkar áfram, það er einmitt það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump sem hefur reglulega sakað kínversk stjórnvöld um að hagræða gengi júansins til að grafa undan útflutningi Bandaríkjanna. Fyrir vikið séu Kínverjar að „slátra“ Bandaríkjamönnum í viðskiptum að mati auðkýfingsins. Ef marka má erlenda umfjöllun um ummæli Trumps er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann notar þetta orðalag um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna – það gerði hann síðast árið 2011. Trump sagðist í gær þó ekki vera í vafa um að hann, yrði hann kjörinn forseti, gæti snúið taflinu við. „Við höfum réttu spilin á hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem verið er að ræna. Við erum með spilin á hendi. Staða okkar gegn Kínverjum er sterk,“ sagði Trump áður en hann lét fyrrnefnd ummæli um nauðgun falla.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forsetaframbjóðandinn sagði þó einnig að reiði hans beindist ekki gegn Kínverjum heldur bandarískum stjórnvöldum sem Trump sagði „stórkostlega vanhæf.“ Nauðgunarummæli Trumps verður að skoða út frá þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna stuðnings hnefaleikakappans Mikes Tysons við framboð hans. Talsmenn Hillary Clinton, annars forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, segja Trump verða að þvo stuðning Tysons af sér í ljósi nauðgunardóms sem boxarinn hlaut árið 1992. Það hefur Trump ekki gert – þvert á móti sagði Trump á dögunum að Tyson væri ekki nauðgari. Kosið verður í Indiana á morgun þar sem Repúblikanar berjast um 57 kjörmenn. Trump er sem fyrr líklegastur til að hreppa útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í haust.
Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25 Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09 Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25
Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09
Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52