Íslenski boltinn

39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Víkingur Ólafsvík hafði betur í vesturlandsslagnum gegn ÍA þriðja skiptið í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið pakkaði Skagamönnum saman, 3-0, á Ólafsvíkurvelli.

William da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea skoruðu mörkin fyrir Ólsara en nýliðarnir eru á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir. Stjarnan getur þó hirt af þeim toppsætið annað kvöld.

Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, stal senunni í kvöld en þessi magnaði 39 ára gamli sjómaður, sem hefur reynst Ólafsvíkingum vel í gegnum tíðina, átti stórleik í markinu.

Hann lagði hanskana á hilluna fyrir síðustu leiktíð en tók þá fram aftur til að styðja við bakið á Spánverjanum Cristian Martínez. Sá spænski meiddist gegn ÍBV í síðustu umferð og þurfti Einar þá að mæta til leiks og hann var svo í byrjunarliðinu í kvöld.

Einar átti nokkrar svakalegar vörslur í kvöld. Hann varði meistaralega frá Garðari Gunnlaugssyni í fyrri hálfleik og varði svo frá honum víti og frákast í seinni hálfleik. Einar er mikill vítabani.

Þessi mikli höfðingi átti sviðið á Twitter í kvöld á kassamerkinu #pepsi365 þar sem fótboltaáhugamenn ræddu málin yfir leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Hér að ofan má sjá tvær af bestu vörslum Einars frá því í kvöld og hér að neðan má sjá nokkur af tístunum um Einar og frammistöðu hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×