Náttúrulegur forseti? Davíð Stefánsson skrifar 27. júní 2016 08:45 Eftir 20 ár af Ólafi Ragnari Grímssyni gefst okkur nú tækifæri til að móta hið sérstaka forsetaembætti landsins. Í dag er ósköp venjulegur vinnudagur eftir kjördag – framtíðin er komin og það er ekki eftir neinu að bíða. Í aðdraganda þessara kosninga var ég einn margra sem gagnrýndu Guðna Th. Jóhannesson fyrir skort á afstöðu, ekki síst í málefnum umhverfisins og hálendisins. Ég saknaði þess að heyra hann tala upp þennan mikilvæga málaflokk og lýsa yfir skýrri afstöðu sinni. Nú vil ég breyta þessari gagnrýni í hvatningu og brýningu. Ég trúi því nefnilega að nýi forsetinn okkar skilji vel mikilvægi umhverfisverndarmála, bæði hér heima og í hnattrænu samhengi. Ég trúi því að hann heyri vel í þeim 26.037 kjósendum sem kusu Andra Snæ, ekki síst vegna ástríðu hans í náttúruvernd.Góðlátlegt mikilmennskubrjálæði? Kannski er það til marks um góðlátlegt mikilmennskubrjálæði af minni hálfu að ætla að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Ég ætla samt að láta vaða með þessari einföldu áskorun til Guðna: Kæri Guðni. Svaraðu kallinu frá umhverfinu. Taktu náttúruna til þín. Vertu málsvari hennar fyrir okkar hönd. Gerðu það strax og gerðu það með afgerandi hætti. Sýndu unga fólkinu okkar hvernig það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að vernda náttúru landsins. Segðu okkur hvort þú styður þjóðgarð á hálendinu og segðu okkur hvernig þú munt berjast fyrir hönd náttúrunnar næstu fjögur árin. Til hamingju með kjörið, Guðni, og farnist þér sem allra best. En svar óskast engu að síður – ríflega 26 þúsund kjósendur bíða spenntir eftir þínum náttúruverndaráherslum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Hörgdal Stefánsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir 20 ár af Ólafi Ragnari Grímssyni gefst okkur nú tækifæri til að móta hið sérstaka forsetaembætti landsins. Í dag er ósköp venjulegur vinnudagur eftir kjördag – framtíðin er komin og það er ekki eftir neinu að bíða. Í aðdraganda þessara kosninga var ég einn margra sem gagnrýndu Guðna Th. Jóhannesson fyrir skort á afstöðu, ekki síst í málefnum umhverfisins og hálendisins. Ég saknaði þess að heyra hann tala upp þennan mikilvæga málaflokk og lýsa yfir skýrri afstöðu sinni. Nú vil ég breyta þessari gagnrýni í hvatningu og brýningu. Ég trúi því nefnilega að nýi forsetinn okkar skilji vel mikilvægi umhverfisverndarmála, bæði hér heima og í hnattrænu samhengi. Ég trúi því að hann heyri vel í þeim 26.037 kjósendum sem kusu Andra Snæ, ekki síst vegna ástríðu hans í náttúruvernd.Góðlátlegt mikilmennskubrjálæði? Kannski er það til marks um góðlátlegt mikilmennskubrjálæði af minni hálfu að ætla að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Ég ætla samt að láta vaða með þessari einföldu áskorun til Guðna: Kæri Guðni. Svaraðu kallinu frá umhverfinu. Taktu náttúruna til þín. Vertu málsvari hennar fyrir okkar hönd. Gerðu það strax og gerðu það með afgerandi hætti. Sýndu unga fólkinu okkar hvernig það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að vernda náttúru landsins. Segðu okkur hvort þú styður þjóðgarð á hálendinu og segðu okkur hvernig þú munt berjast fyrir hönd náttúrunnar næstu fjögur árin. Til hamingju með kjörið, Guðni, og farnist þér sem allra best. En svar óskast engu að síður – ríflega 26 þúsund kjósendur bíða spenntir eftir þínum náttúruverndaráherslum. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar