Forseti fyrir framtíðina Halla Tómasdóttir skrifar 25. júní 2016 07:00 Í dag velur þjóðin nýjan forseta. Kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðisins, tækifæri sem hvert og eitt okkar hefur til að hafa bein áhrif. Ég vil hvetja alla til að nýta sinn rétt og velja þann sem þeir einlæglega telja besta kostinn í starfið. Það skiptir máli hver verður forseti Íslands. Ég hef fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Ég heyri að fólk vill kynna sér málin, vita hvað frambjóðandinn sem það greiðir atkvæði stendur fyrir, hefur gert og reynt, og hvernig fulltrúi lands og þjóðar hann mun verða. Mikilvægasta verk forseta Íslands er að vinna fyrir fólkið í landinu. Ég bý að fjölbreyttri reynslu og góðu alþjóðlegu tengslaneti og mun leggja mig fram um að gera gagn. Ég held að persónulegir eiginleikar mínir henti þessu starfi vel, og ég hef kjark til að standa með sjálfri mér og minni þjóð. Ég heiti því að beita mínu áhrifavaldi til þess að hér ríki víðtækt jafnrétti og að við sýnum hvert öðru virðingu. Á Íslandi skipta allir máli: aldur, búseta, kyn, uppruni eða atgervi eiga ekki að standa í vegi fyrir því að við fáum tækifæri til að blómstra. Við eigum að styðja við þá sem minna mega sín og tryggja eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Börnin og náttúra landsins eru það dýrmætasta sem okkur er falið að annast. Börnin okkar eru framtíðin og ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem sinna menntun þeirra og þroska. Það er mikilvægt að börnin okkar og unga fólkið fái tækifæri til að reyna á sig og sjá heiminn, en ég vil að þau velji að setjast að og búa sitt framtíðarheimili á Íslandi. Það er okkar að gæta þess að það samfélag sem við byggjum upp sé aðlaðandi kostur fyrir unga fólkið. Náttúra Íslands er einstök og ómetanleg. Við eigum að koma fram við hana af virðingu og auðmýkt, njóta gjafa hennar en gæta þess að skila henni heilbrigðri til næstu kynslóðar. Íslendingar hafa margoft sýnt í verki að þeir standa saman þegar á reynir. Þegar við stöndum saman eru okkur allir vegir færir. Stöndum saman að vali næsta forseta, nýtum kosningaréttinn og veljum hæfasta frambjóðandann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í dag velur þjóðin nýjan forseta. Kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðisins, tækifæri sem hvert og eitt okkar hefur til að hafa bein áhrif. Ég vil hvetja alla til að nýta sinn rétt og velja þann sem þeir einlæglega telja besta kostinn í starfið. Það skiptir máli hver verður forseti Íslands. Ég hef fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Ég heyri að fólk vill kynna sér málin, vita hvað frambjóðandinn sem það greiðir atkvæði stendur fyrir, hefur gert og reynt, og hvernig fulltrúi lands og þjóðar hann mun verða. Mikilvægasta verk forseta Íslands er að vinna fyrir fólkið í landinu. Ég bý að fjölbreyttri reynslu og góðu alþjóðlegu tengslaneti og mun leggja mig fram um að gera gagn. Ég held að persónulegir eiginleikar mínir henti þessu starfi vel, og ég hef kjark til að standa með sjálfri mér og minni þjóð. Ég heiti því að beita mínu áhrifavaldi til þess að hér ríki víðtækt jafnrétti og að við sýnum hvert öðru virðingu. Á Íslandi skipta allir máli: aldur, búseta, kyn, uppruni eða atgervi eiga ekki að standa í vegi fyrir því að við fáum tækifæri til að blómstra. Við eigum að styðja við þá sem minna mega sín og tryggja eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Börnin og náttúra landsins eru það dýrmætasta sem okkur er falið að annast. Börnin okkar eru framtíðin og ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem sinna menntun þeirra og þroska. Það er mikilvægt að börnin okkar og unga fólkið fái tækifæri til að reyna á sig og sjá heiminn, en ég vil að þau velji að setjast að og búa sitt framtíðarheimili á Íslandi. Það er okkar að gæta þess að það samfélag sem við byggjum upp sé aðlaðandi kostur fyrir unga fólkið. Náttúra Íslands er einstök og ómetanleg. Við eigum að koma fram við hana af virðingu og auðmýkt, njóta gjafa hennar en gæta þess að skila henni heilbrigðri til næstu kynslóðar. Íslendingar hafa margoft sýnt í verki að þeir standa saman þegar á reynir. Þegar við stöndum saman eru okkur allir vegir færir. Stöndum saman að vali næsta forseta, nýtum kosningaréttinn og veljum hæfasta frambjóðandann!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar