Forseti fyrir framtíðina Halla Tómasdóttir skrifar 25. júní 2016 07:00 Í dag velur þjóðin nýjan forseta. Kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðisins, tækifæri sem hvert og eitt okkar hefur til að hafa bein áhrif. Ég vil hvetja alla til að nýta sinn rétt og velja þann sem þeir einlæglega telja besta kostinn í starfið. Það skiptir máli hver verður forseti Íslands. Ég hef fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Ég heyri að fólk vill kynna sér málin, vita hvað frambjóðandinn sem það greiðir atkvæði stendur fyrir, hefur gert og reynt, og hvernig fulltrúi lands og þjóðar hann mun verða. Mikilvægasta verk forseta Íslands er að vinna fyrir fólkið í landinu. Ég bý að fjölbreyttri reynslu og góðu alþjóðlegu tengslaneti og mun leggja mig fram um að gera gagn. Ég held að persónulegir eiginleikar mínir henti þessu starfi vel, og ég hef kjark til að standa með sjálfri mér og minni þjóð. Ég heiti því að beita mínu áhrifavaldi til þess að hér ríki víðtækt jafnrétti og að við sýnum hvert öðru virðingu. Á Íslandi skipta allir máli: aldur, búseta, kyn, uppruni eða atgervi eiga ekki að standa í vegi fyrir því að við fáum tækifæri til að blómstra. Við eigum að styðja við þá sem minna mega sín og tryggja eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Börnin og náttúra landsins eru það dýrmætasta sem okkur er falið að annast. Börnin okkar eru framtíðin og ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem sinna menntun þeirra og þroska. Það er mikilvægt að börnin okkar og unga fólkið fái tækifæri til að reyna á sig og sjá heiminn, en ég vil að þau velji að setjast að og búa sitt framtíðarheimili á Íslandi. Það er okkar að gæta þess að það samfélag sem við byggjum upp sé aðlaðandi kostur fyrir unga fólkið. Náttúra Íslands er einstök og ómetanleg. Við eigum að koma fram við hana af virðingu og auðmýkt, njóta gjafa hennar en gæta þess að skila henni heilbrigðri til næstu kynslóðar. Íslendingar hafa margoft sýnt í verki að þeir standa saman þegar á reynir. Þegar við stöndum saman eru okkur allir vegir færir. Stöndum saman að vali næsta forseta, nýtum kosningaréttinn og veljum hæfasta frambjóðandann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Í dag velur þjóðin nýjan forseta. Kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðisins, tækifæri sem hvert og eitt okkar hefur til að hafa bein áhrif. Ég vil hvetja alla til að nýta sinn rétt og velja þann sem þeir einlæglega telja besta kostinn í starfið. Það skiptir máli hver verður forseti Íslands. Ég hef fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Ég heyri að fólk vill kynna sér málin, vita hvað frambjóðandinn sem það greiðir atkvæði stendur fyrir, hefur gert og reynt, og hvernig fulltrúi lands og þjóðar hann mun verða. Mikilvægasta verk forseta Íslands er að vinna fyrir fólkið í landinu. Ég bý að fjölbreyttri reynslu og góðu alþjóðlegu tengslaneti og mun leggja mig fram um að gera gagn. Ég held að persónulegir eiginleikar mínir henti þessu starfi vel, og ég hef kjark til að standa með sjálfri mér og minni þjóð. Ég heiti því að beita mínu áhrifavaldi til þess að hér ríki víðtækt jafnrétti og að við sýnum hvert öðru virðingu. Á Íslandi skipta allir máli: aldur, búseta, kyn, uppruni eða atgervi eiga ekki að standa í vegi fyrir því að við fáum tækifæri til að blómstra. Við eigum að styðja við þá sem minna mega sín og tryggja eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Börnin og náttúra landsins eru það dýrmætasta sem okkur er falið að annast. Börnin okkar eru framtíðin og ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem sinna menntun þeirra og þroska. Það er mikilvægt að börnin okkar og unga fólkið fái tækifæri til að reyna á sig og sjá heiminn, en ég vil að þau velji að setjast að og búa sitt framtíðarheimili á Íslandi. Það er okkar að gæta þess að það samfélag sem við byggjum upp sé aðlaðandi kostur fyrir unga fólkið. Náttúra Íslands er einstök og ómetanleg. Við eigum að koma fram við hana af virðingu og auðmýkt, njóta gjafa hennar en gæta þess að skila henni heilbrigðri til næstu kynslóðar. Íslendingar hafa margoft sýnt í verki að þeir standa saman þegar á reynir. Þegar við stöndum saman eru okkur allir vegir færir. Stöndum saman að vali næsta forseta, nýtum kosningaréttinn og veljum hæfasta frambjóðandann!
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun