Kristján Eldjárn, kommúnisminn og klámvísurnar Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 11:57 Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun