Bretar ganga að kjörborðinu í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2016 07:30 Evrópusinnar flugu með borða fram hjá parísarhjólinu London Eye í gær til að hvetja fólk til að kjósa áframhaldandi veru innan Evrópusambandsins. Bretar kjósa í dag um framtíð sambands Bretlands við Evrópusambandið (ESB). Valkostirnir eru tveir. Annars vegar „remain“, að vera áfram hluti af ESB, og hins vegar „leave“, aðskilnaður Bretlands frá Evrópusambandinu sem kallaður hefur verið Brexit. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sótti í gær minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgartorgi í Lundúnum en hún var myrt á fimmtudaginn af einstaklingi sem var ósammála henni í Brexit-baráttunni. Cox var ötull talsmaður áframhaldandi veru Bretlands innan Evrópusambandsins. „Þetta var afar hjartnæm athöfn,“ sagði Kristjana en óljóst er hvort morðið á Cox muni hafa áhrif á kosningarnar í dag. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og afar mjótt er á munum á milli fylkinganna tveggja. Ljóst er að Brexit myndi hafa umtalsverð áhrif á Bretland sem og Evrópusambandið. Bretar myndu, að minnsta kosti fyrst um sinn, missa aðgengi að opnum markaði ríkja ESB, varað hefur verið við því að pundið gæti veikst um allt að tuttugu prósent og íbúum annarra ríkja ESB væri ekki frjálst að flytja til Bretlands. Veikara pund kæmi sér illa fyrir Íslendinga sem fluttu rúm 70.000 tonn af fiski út til Bretlands í fyrra.David Cameron forsætisráðherraHamrað á málstaðnum Samflokksmennirnir David Cameron, forsætisráðherra og Evrópusinni, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og aðskilnaðarsinni, fóru víða í gær og reyndu að sannfæra sem flesta. Cameron varaði við því að niðurstaðan væri endanleg. Hins vegar eru kosningarnar ekki bindandi heldur gæti þingið tekið ákvörðun um að hundsa niðurstöðuna. Það þykir þó afar ólíklegt. Þá ítrekaði Cameron ein helstu rök Evrópusinna: „Brexit myndi skapa gríðarlegan vanda fyrir Bretland og valda efnahag okkar meiri skaða en maður getur ímyndað sér. Störf myndu tapast og lífsgæði komandi kynslóða minnka.“ Johnson og aðrir liðsmenn Vote Leave, samtaka sem berjast fyrir Brexit, ítrekuðu hins vegar þá sýn að Bretland utan ESB hefði frelsi til að stýra sér sjálft, til að mynda í efnahagsmálum. „Það er kominn tími til að brjótast út úr hinu misheppnaða Evrópusambandi,“ sagði Johnson. Þá fagnaði Nigel Farage, aðskilnaðarsinni og formaður Sjálfstæðisflokks (UKIP), því að loksins væri komið að kosningum. Hann sagði flokk sinn hafa barist fyrir aðskilnaði í tvo áratugi og að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið möguleg án flokksins. „Stuðningsmenn okkar myndu skríða á glerbrotum til að fá að kjósa Brexit,“ sagði Farage.Niðurstöður í fyrramálið Búist er við að fyrstu tölur berist um miðnætti en endanlegar niðurstöður liggi fyrir um klukkan sex í fyrramálið. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tók saman munar einu prósentustigi. 45 myndu kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en 44 prósent aðskilnað. BBC gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltalið sem Bloomberg tók saman sýnir öfuga niðurstöðu. Vert er að hafa í huga að skoðanakannanir fyrir þingkosningar í Bretlandi í fyrra reyndust nærri allar rangar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016 Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Bretar kjósa í dag um framtíð sambands Bretlands við Evrópusambandið (ESB). Valkostirnir eru tveir. Annars vegar „remain“, að vera áfram hluti af ESB, og hins vegar „leave“, aðskilnaður Bretlands frá Evrópusambandinu sem kallaður hefur verið Brexit. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sótti í gær minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgartorgi í Lundúnum en hún var myrt á fimmtudaginn af einstaklingi sem var ósammála henni í Brexit-baráttunni. Cox var ötull talsmaður áframhaldandi veru Bretlands innan Evrópusambandsins. „Þetta var afar hjartnæm athöfn,“ sagði Kristjana en óljóst er hvort morðið á Cox muni hafa áhrif á kosningarnar í dag. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og afar mjótt er á munum á milli fylkinganna tveggja. Ljóst er að Brexit myndi hafa umtalsverð áhrif á Bretland sem og Evrópusambandið. Bretar myndu, að minnsta kosti fyrst um sinn, missa aðgengi að opnum markaði ríkja ESB, varað hefur verið við því að pundið gæti veikst um allt að tuttugu prósent og íbúum annarra ríkja ESB væri ekki frjálst að flytja til Bretlands. Veikara pund kæmi sér illa fyrir Íslendinga sem fluttu rúm 70.000 tonn af fiski út til Bretlands í fyrra.David Cameron forsætisráðherraHamrað á málstaðnum Samflokksmennirnir David Cameron, forsætisráðherra og Evrópusinni, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og aðskilnaðarsinni, fóru víða í gær og reyndu að sannfæra sem flesta. Cameron varaði við því að niðurstaðan væri endanleg. Hins vegar eru kosningarnar ekki bindandi heldur gæti þingið tekið ákvörðun um að hundsa niðurstöðuna. Það þykir þó afar ólíklegt. Þá ítrekaði Cameron ein helstu rök Evrópusinna: „Brexit myndi skapa gríðarlegan vanda fyrir Bretland og valda efnahag okkar meiri skaða en maður getur ímyndað sér. Störf myndu tapast og lífsgæði komandi kynslóða minnka.“ Johnson og aðrir liðsmenn Vote Leave, samtaka sem berjast fyrir Brexit, ítrekuðu hins vegar þá sýn að Bretland utan ESB hefði frelsi til að stýra sér sjálft, til að mynda í efnahagsmálum. „Það er kominn tími til að brjótast út úr hinu misheppnaða Evrópusambandi,“ sagði Johnson. Þá fagnaði Nigel Farage, aðskilnaðarsinni og formaður Sjálfstæðisflokks (UKIP), því að loksins væri komið að kosningum. Hann sagði flokk sinn hafa barist fyrir aðskilnaði í tvo áratugi og að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið möguleg án flokksins. „Stuðningsmenn okkar myndu skríða á glerbrotum til að fá að kjósa Brexit,“ sagði Farage.Niðurstöður í fyrramálið Búist er við að fyrstu tölur berist um miðnætti en endanlegar niðurstöður liggi fyrir um klukkan sex í fyrramálið. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tók saman munar einu prósentustigi. 45 myndu kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en 44 prósent aðskilnað. BBC gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltalið sem Bloomberg tók saman sýnir öfuga niðurstöðu. Vert er að hafa í huga að skoðanakannanir fyrir þingkosningar í Bretlandi í fyrra reyndust nærri allar rangar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016
Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent