Íslenski boltinn

Árni lánaður til Breiðabliks út tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni klárar tímabilið með Breiðabliki.
Árni klárar tímabilið með Breiðabliki. vísir/valli
Lilleström hefur lánað framherjann Árna Vilhjálmsson til Breiðabliks út tímabilið. Þetta kemur fram á Blikar.is, stuðningsmannasíðu Breiðabliks.

Árni verður löglegur með Blikum 15. júlí og getur því spilað leikinn gegn Fjölni í Pepsi-deildinni tveimur dögum seinna.

Árni er uppalinn Bliki og skoraði 22 mörk í 61 deildarleik með liðinu áður en hann samdi við Lilleström í ársbyrjun 2015.

Árni skoraði tvö mörk í 14 deildarleikjum með Lilleström í fyrra en hefur fengið fá tækifæri í ár og aðeins byrjað þrjá leiki í norsku úrvalsdeildinni.

Blikar eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum og eru dottnir út úr Borgunarbikarnum og Evrópudeildinni. Breiðablik er í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði FH.

Blikum hefur gengið erfiðlega að skora í sumar en þeir hafa aðeins gert 10 mörk í níu deildarleikjum.


Tengdar fréttir

Árni á leið aftur í Kópavoginn

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er framherjinn Árni Vilhjálmsson á leið aftur til Breiðabliks frá norska liðinu Lilleström.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×