Aníta: Var mjög heppin með riðil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2016 20:02 Aníta keppir í úrslitum á laugardagskvöldið. vísir/epa Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aníta Hinriksdóttir tryggt sér sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam. Aníta hljóp á 2:01,41 mínútum í dag og var með fjórða besta tímann í undanúrslitunum. Aníta var í sterkum riðli en hlaupakonurnar sem náðu fjórum bestu tímunum í undanúrslitunum voru allar í hennar riðli. „Ég var mjög heppin með riðilinn sem ég lenti í. Ég sá ekkert um að halda hraðanum uppi í dag og var heppin að það var einhver sem tók af skarið. Þess vegna komst ég áfram,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV eftir hlaupið í dag. „Það getur allt gerst í úrslitunum og ég fæ núna tvo daga í endurheimt. Ég er mjög ánægð með að hafa sloppið inn í úrslitin.“Aníta hljóp í undanrásunum í gær en hún segist ekki hafa fundið fyrir mikilli þreytu í hlaupinu í dag. „Mér fannst ég ekki eyða mikilli orku í það en það kemur alltaf þreyta út af stressi og svona,“ sagði Aníta en hvernig líst henni á úrslitahlaupið á laugardagskvöldið? „Það er alltaf svolítil klessa í 800 metra hlaupinu en ég þarf að staðsetja mig vel og vera tilbúin. Ég ætla að ná eins góðu sæti og ég get,“ sagði Aníta.Viðtalið má sjá með því að smella hér. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís komst í úrslit Ásdís Hjálmsdóttir mun taka þátt í úrslitum í spjótkasti á EM en undankeppnin fór fram í morgun. 7. júlí 2016 13:03 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aníta Hinriksdóttir tryggt sér sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam. Aníta hljóp á 2:01,41 mínútum í dag og var með fjórða besta tímann í undanúrslitunum. Aníta var í sterkum riðli en hlaupakonurnar sem náðu fjórum bestu tímunum í undanúrslitunum voru allar í hennar riðli. „Ég var mjög heppin með riðilinn sem ég lenti í. Ég sá ekkert um að halda hraðanum uppi í dag og var heppin að það var einhver sem tók af skarið. Þess vegna komst ég áfram,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV eftir hlaupið í dag. „Það getur allt gerst í úrslitunum og ég fæ núna tvo daga í endurheimt. Ég er mjög ánægð með að hafa sloppið inn í úrslitin.“Aníta hljóp í undanrásunum í gær en hún segist ekki hafa fundið fyrir mikilli þreytu í hlaupinu í dag. „Mér fannst ég ekki eyða mikilli orku í það en það kemur alltaf þreyta út af stressi og svona,“ sagði Aníta en hvernig líst henni á úrslitahlaupið á laugardagskvöldið? „Það er alltaf svolítil klessa í 800 metra hlaupinu en ég þarf að staðsetja mig vel og vera tilbúin. Ég ætla að ná eins góðu sæti og ég get,“ sagði Aníta.Viðtalið má sjá með því að smella hér.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís komst í úrslit Ásdís Hjálmsdóttir mun taka þátt í úrslitum í spjótkasti á EM en undankeppnin fór fram í morgun. 7. júlí 2016 13:03 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Sjá meira
Ásdís komst í úrslit Ásdís Hjálmsdóttir mun taka þátt í úrslitum í spjótkasti á EM en undankeppnin fór fram í morgun. 7. júlí 2016 13:03