Íslenski boltinn

Tokic sparkaði í Smalann og fékk rautt | Sjáðu atvikið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hrvoje Tokic, framherji Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta, fékk rautt spjald á 43. mínútu í leik liðsins gegn Stjörnunni á Ólafsvíkurvelli í kvöld.

Framherjanum var vísað af velli eftir að hafa sparkað í Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, þegar boltinn var ekki nálægt þeim tveimur á miðjum vellinum.

Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, var frábærlega staðsettur og sá þetta fólskulega brot Króatans mjög vel.

Tokic lét heldur betur að sér kveða á þessum 43 mínútum sem hann spilaði því hann jafnaði sjálfur metin úr aukaspyrnu á 19. mínútu eftir að Baldur kom Stjörnunni yfir aðeins tveimur mínútum áður.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjáðu mörkin úr fyrri hálfleik:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×