Íslenski boltinn

Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Fram | Úrslit dagsins

Ásmundur horfir þungur í brún á spilamennsku sinna manna.
Ásmundur horfir þungur í brún á spilamennsku sinna manna. Vísir/Vilhelm
Grindvíkingar unnu sannfærandi 2-0 sigur á Fram á Laugardalsvelli í dag en Framarar hafa nú aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjunum.

Grindvíkingar voru aðeins búinn að vinna einn leik af síðustu fjórum fyrir leik dagsins en mörk leiksins komu sitthvoru megin við hálfleikinn.

Will Daniels kom Grindvíkingum yfir á 43. mínútu en á upphafsmínútum seinni hálfleiks bætti Rodri við öðru marki Grindvíkinga og gulltryggði stigin þrjú.

Grindavík saxaði á forskot KA á toppi Inkasso-deildarinnar með sigrinum en KA leikur nágrannaslag gegn Þór þessa stundina.

Selfyssingar þurftu að sætta sig við svekkjandi jafntefli gegn Huginn frá Seyðisfirði en Selfyssingar komust í tvígang yfir en alltaf tókst heimamönnum að svara.

Arnór Ragnarsson virtist hafa tryggt Selfyssingum stigin þrjú með marki sínu á 85. mínútu en Ingimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir heimamenn á 94. mínútu.

Á Ásvöllum vann Fjarðabyggð sannfærandi 3-0 sigur á Haukum en með sigrinum lyfti Fjarðabyggð sér upp fyrir Fram, Hauka og HK í 7. sæti deildarinnar.

Þá náði Leiknir Fáskrúðsfjörður stigi á heimavelli gegn HK í 0-0 jafntefli en heimamenn léku síðustu mínúturnar manni færri eftir að Almari Jónssyni var vikið af velli á 90. mínútu.

Úrslit dagsins:

Fram 0-2 Grindavík

Huginn 3-3 Selfoss

Haukar 0-3 Fjarðabyggð

Leiknir F. 0-0 HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×