Ögurstund Svandís Svavarsdóttir skrifar 28. júlí 2016 06:00 Ísland er um margt einstaklega gott samfélag. Í slíku samfélagi ríkja velferð, lýðræði og mannsæmandi kjör. En ekkert varir án þess að að því sé hlúð. Í markaðssamfélagi, kapítalismanum, sækja peningaöflin inn á öll svið samfélagsins til að ávaxta sitt pund, ota sínum tota, viðhalda forréttindum hinna ríku og auka mismunun. Pólitísk öfl taka sér stöðu með forréttindum, með hinum ríku beita sér í þágu peningaafla og sérhagsmuna. Við höfum séð mýmörg dæmi um slíkt á þessu kjörtímabili. Innlend og erlend peningaöfl sækja inn á svið velferðar og auðlinda, ekki síst inn í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Pólitísk velvild greiðir götu slíkrar viðleitni með ófyrirséðum afleiðingum. Mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla er nefnilega líka lýðræðismál því öflugir innviðir af því tagi styrkja verulega möguleika fólks til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ekki bara á kjördag heldur alltaf. Réttlátt skattkerfi er hornsteinn velferðarsamfélaga. Þeir sem nóg hafa og meira en nóg borga meira til samneyslunnar sem er hugsuð til þess að jafna kjör og tryggja velferð allra án tillits til efnahags. Núverandi stjórnvöld hafa ítrekað lýst afstöðu sinni gegn auðlegðarskatti og þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd. Á Íslandi hafa forystumenn beggja stjórnarflokkanna sýslað með sitt persónulega fé í gegnum aflandsfélög í skattaskjólum og styðja þar með starfsemi sem grefur undan velferðarsamfélögum um heim allan. Hvorugur telur nokkuð athugavert við slíkan veruleika og flokkarnir báðir hafa leynt og ljóst varið starfsemi af þessu tagi. Forystumenn stjórnarflokkanna eru augljóslega ekki hluti af samfélaginu. Þeir deila ekki kjörum með öllum almenningi. Þeir tala eins og 300.000 krónur í mánaðarlaun, fyrir fullan vinnudag, setji hér allt á hliðina en segjast gleyma tugum og hundruðum milljóna í sínum eigin fjárhag. Boðaðar kosningar í haust fara fram á ögurstundu í tilveru þjóðar. Aldrei hefur verið jafnskýrt að ráðamenn tilheyra forréttindastétt fárra og ríkra í samfélaginu. Að þeir draga taum sérhagsmuna á kostnað almannahagsmuna. Um þetta verður kosið í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ísland er um margt einstaklega gott samfélag. Í slíku samfélagi ríkja velferð, lýðræði og mannsæmandi kjör. En ekkert varir án þess að að því sé hlúð. Í markaðssamfélagi, kapítalismanum, sækja peningaöflin inn á öll svið samfélagsins til að ávaxta sitt pund, ota sínum tota, viðhalda forréttindum hinna ríku og auka mismunun. Pólitísk öfl taka sér stöðu með forréttindum, með hinum ríku beita sér í þágu peningaafla og sérhagsmuna. Við höfum séð mýmörg dæmi um slíkt á þessu kjörtímabili. Innlend og erlend peningaöfl sækja inn á svið velferðar og auðlinda, ekki síst inn í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Pólitísk velvild greiðir götu slíkrar viðleitni með ófyrirséðum afleiðingum. Mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla er nefnilega líka lýðræðismál því öflugir innviðir af því tagi styrkja verulega möguleika fólks til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ekki bara á kjördag heldur alltaf. Réttlátt skattkerfi er hornsteinn velferðarsamfélaga. Þeir sem nóg hafa og meira en nóg borga meira til samneyslunnar sem er hugsuð til þess að jafna kjör og tryggja velferð allra án tillits til efnahags. Núverandi stjórnvöld hafa ítrekað lýst afstöðu sinni gegn auðlegðarskatti og þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd. Á Íslandi hafa forystumenn beggja stjórnarflokkanna sýslað með sitt persónulega fé í gegnum aflandsfélög í skattaskjólum og styðja þar með starfsemi sem grefur undan velferðarsamfélögum um heim allan. Hvorugur telur nokkuð athugavert við slíkan veruleika og flokkarnir báðir hafa leynt og ljóst varið starfsemi af þessu tagi. Forystumenn stjórnarflokkanna eru augljóslega ekki hluti af samfélaginu. Þeir deila ekki kjörum með öllum almenningi. Þeir tala eins og 300.000 krónur í mánaðarlaun, fyrir fullan vinnudag, setji hér allt á hliðina en segjast gleyma tugum og hundruðum milljóna í sínum eigin fjárhag. Boðaðar kosningar í haust fara fram á ögurstundu í tilveru þjóðar. Aldrei hefur verið jafnskýrt að ráðamenn tilheyra forréttindastétt fárra og ríkra í samfélaginu. Að þeir draga taum sérhagsmuna á kostnað almannahagsmuna. Um þetta verður kosið í haust.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun