Íslenski boltinn

Dómurum fjölgað upp í tólf í undanúrslitaleikjum karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson kemur að dómgæslu í báðum leikjunum.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson kemur að dómgæslu í báðum leikjunum. Vísir/Vilhelm
Tólf dómarar munu koma að dómgæslunni í tveimur undanúrslitaleikjum í Borgunarbikar karla sem fara fram í kvöld á morgun en þar mun koma í ljós hvaða lið komast í bikarúrslitaleikinn í ár.

Sex dómarar verða á hvorum leik í undanúrslitaleikjunum tveimur en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Íslenskt knattspyrnuáhugafólk þekkir þetta frá Evrópukeppnunum þar á meðal úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar.

Í leikjunum tveimur verður dómari, tveir aðstoðardómarar, tveir auka aðstoðardómarar (sprotadómarar) og fjórði dómari.

Þetta er mjög óvenjulegt eins og sést á úrslitagrunni KSÍ. Þar er aðeins hægt að skrá inn tvo aðstoðardómarar en ef þetta verður venjan þarf eflaust að lagfæra það.

Tveir dómarar koma að báðum leikjum en það eru þeir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Vilhjálmur Alvar dæmir annan en er endalínudómari á hinum. Frosti Viðar er aðstoðardómari á öðrum en endalínudómari á hinum.

Fyrri undanúrslitaleikurinn er í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Val en á morgun á fimmtudag heimsækja FH-ingar ÍBV á Hásteinsvöll. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.



Dómararnir í leikjunum:



Selfoss-Valur, JÁVERK-völlurinn

Dómari      Erlendur Eiríksson

Aðstoðardómari 1      Frosti Viðar Gunnarsson

Aðstoðardómari 2      Oddur Helgi Guðmundsson

Endalínudómari 1 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

Endalínudómari 2 Gunnar Jarl Jónsson

Eftirlitsmaður      Þórður Ingi Guðjónsson

Varadómari      Guðmundur Ársæll Guðmundsson

ÍBV-FH, Hásteinsvöllur

Dómari      Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

Aðstoðardómari 1      Birkir Sigurðarson

Aðstoðardómari 2      Bryngeir Valdimarsson

Endalínudómari 1 Erlendur Eiríksson

Endalínudómari 2 Frosti Viðar Gunnarsson

Eftirlitsmaður      Einar K. Guðmundsson

Varadómari      Jóhann Ingi Jónsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×