Aðeins um vexti og verðtryggingu Valgerður Bjarnadóttir skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun