Til varnar fulltrúalýðræðinu Ingimundur Gíslason skrifar 9. september 2016 07:00 Winston Churchill mun einhvern tíma hafa sagt að fulltrúalýðræði væri afleitt fyrirkomulag en hann vissi ekki af neinu öðru skárra. Austurríski heimspekingurinn Karl Popper sagði að fulltrúalýðræðið væri fyrst og fremst til þess að kjósendur gætu losað sig við afleita stjórnendur á nokkurra ára fresti. Hann vildi meina að við gengjum ekki að kjörborðinu til að velja ákveðna fulltrúa til að framfylgja okkar stefnumálum nema að litlu leyti. Jafn atkvæðisréttur er forsenda þess að fulltrúalýðræði virki á sem bestan máta. Það þrífst best í opnu samfélagi innan um sjálfstæða dómstóla, frjáls félagasamtök, frjálst atvinnulíf, skoðanafrelsi og allt það sem einkennir vestræn lýðræðissamfélög. Við sjáum einnig hvernig fulltrúalýðræði hefur orðið til þar sem einræðisstjórnir hafa hrökklast frá völdum eins og gerðist í Grikklandi og Portúgal. Í fulltrúalýðræði er kosið um fólk til starfa. Fulltrúarnir geta oft unnið í ró og næði til að koma hugmyndum og málefnum til framkvæmda. Verði þeim á mistök eða stefna þeirra reynist röng er hægt að losa sig við þá í næstu kosningum. Stundum þurfa fulltrúarnir líka að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir til dæmis um skattahækkanir. Þeir bera pólitíska ábyrgð og standa eða falla svo með gjörðum sínum. Deilur á þingi eru algengar og alls ekki til óþurftar ef þeim er haldið innan marka leikreglna sem gilda hverju sinni. Deilur eru bara ein birtingarmynd lýðræðis. Það er engin tilviljun að lífskjör fólks eru best í þeim löndum þar sem fulltrúalýðræði er virkt. Önnur mynd lýðræðis er svokallað beint lýðræði eða þjóðaratkvæðagreiðsla um ákveðnar hugmyndir og málefni. Þá er ekki verið að kjósa fólk í valdastöður og því ekki hægt að skipta um áhöfn eftir vissan tíma þegar í ljós kemur að málefnin hafa reynst slæm eða til tjóns. Í kosningum í lýðræðisríki og þá einkum í þjóðaratkvæðagreiðslum fellur fólk stundum fyrir lygum og hræðsluáróðri. Nútíma samskiptamiðlar auðvelda útbreiðslu áróðurs og skoðanaskipta á leifturhraða. Óráðsæsing fjöldans og lýðskrum getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér og jafnvel leitt til einræðisstjórnar eins og sagan kennir okkur. Vert er að muna að nasistar með Hitler í fararbroddi komust til valda í Þýskalandi árið 1933 eftir löglegar kosningar til þings. Svo má velta fyrir sér hugtakinu þjóð eins og Guðmundur Andri Thorsson gerir í Fréttablaðinu 15. ágúst síðastliðinn. Stundum vilja kjörnir fulltrúar á þingi blása til þjóðaratkvæðis um erfið umdeild mál þegar þeir hafa gefist upp á að leysa þau eins og til er ætlast með kjöri þeirra til þings. Flugvallarmálið svokallaða er þannig mál sem þingmenn hafa guggnað á að leysa.Þjóðaratkvæðagreiðsla Beint lýðræði eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla á stundum rétt á sér. Við sérstakar aðstæður og ef um er að ræða vel afmörkuð grundvallaratriði getur þannig fyrirkomulag vel komið til greina. Þá verður að sjá til þess að ákvörðunin um þjóðaratkvæði sé ekki á valdi eins manns eins og nú er. Ákvörðunin á að vera hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar eins og fram kemur hverju sinni með söfnun undirskrifta. Það má svo deila um prósentutölur en aðalatriði er að ná einhverri niðurstöðu þar sem þröskuldurinn er ekki of lágur. Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að aðeins 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Sjá meira
Winston Churchill mun einhvern tíma hafa sagt að fulltrúalýðræði væri afleitt fyrirkomulag en hann vissi ekki af neinu öðru skárra. Austurríski heimspekingurinn Karl Popper sagði að fulltrúalýðræðið væri fyrst og fremst til þess að kjósendur gætu losað sig við afleita stjórnendur á nokkurra ára fresti. Hann vildi meina að við gengjum ekki að kjörborðinu til að velja ákveðna fulltrúa til að framfylgja okkar stefnumálum nema að litlu leyti. Jafn atkvæðisréttur er forsenda þess að fulltrúalýðræði virki á sem bestan máta. Það þrífst best í opnu samfélagi innan um sjálfstæða dómstóla, frjáls félagasamtök, frjálst atvinnulíf, skoðanafrelsi og allt það sem einkennir vestræn lýðræðissamfélög. Við sjáum einnig hvernig fulltrúalýðræði hefur orðið til þar sem einræðisstjórnir hafa hrökklast frá völdum eins og gerðist í Grikklandi og Portúgal. Í fulltrúalýðræði er kosið um fólk til starfa. Fulltrúarnir geta oft unnið í ró og næði til að koma hugmyndum og málefnum til framkvæmda. Verði þeim á mistök eða stefna þeirra reynist röng er hægt að losa sig við þá í næstu kosningum. Stundum þurfa fulltrúarnir líka að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir til dæmis um skattahækkanir. Þeir bera pólitíska ábyrgð og standa eða falla svo með gjörðum sínum. Deilur á þingi eru algengar og alls ekki til óþurftar ef þeim er haldið innan marka leikreglna sem gilda hverju sinni. Deilur eru bara ein birtingarmynd lýðræðis. Það er engin tilviljun að lífskjör fólks eru best í þeim löndum þar sem fulltrúalýðræði er virkt. Önnur mynd lýðræðis er svokallað beint lýðræði eða þjóðaratkvæðagreiðsla um ákveðnar hugmyndir og málefni. Þá er ekki verið að kjósa fólk í valdastöður og því ekki hægt að skipta um áhöfn eftir vissan tíma þegar í ljós kemur að málefnin hafa reynst slæm eða til tjóns. Í kosningum í lýðræðisríki og þá einkum í þjóðaratkvæðagreiðslum fellur fólk stundum fyrir lygum og hræðsluáróðri. Nútíma samskiptamiðlar auðvelda útbreiðslu áróðurs og skoðanaskipta á leifturhraða. Óráðsæsing fjöldans og lýðskrum getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér og jafnvel leitt til einræðisstjórnar eins og sagan kennir okkur. Vert er að muna að nasistar með Hitler í fararbroddi komust til valda í Þýskalandi árið 1933 eftir löglegar kosningar til þings. Svo má velta fyrir sér hugtakinu þjóð eins og Guðmundur Andri Thorsson gerir í Fréttablaðinu 15. ágúst síðastliðinn. Stundum vilja kjörnir fulltrúar á þingi blása til þjóðaratkvæðis um erfið umdeild mál þegar þeir hafa gefist upp á að leysa þau eins og til er ætlast með kjöri þeirra til þings. Flugvallarmálið svokallaða er þannig mál sem þingmenn hafa guggnað á að leysa.Þjóðaratkvæðagreiðsla Beint lýðræði eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla á stundum rétt á sér. Við sérstakar aðstæður og ef um er að ræða vel afmörkuð grundvallaratriði getur þannig fyrirkomulag vel komið til greina. Þá verður að sjá til þess að ákvörðunin um þjóðaratkvæði sé ekki á valdi eins manns eins og nú er. Ákvörðunin á að vera hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar eins og fram kemur hverju sinni með söfnun undirskrifta. Það má svo deila um prósentutölur en aðalatriði er að ná einhverri niðurstöðu þar sem þröskuldurinn er ekki of lágur. Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að aðeins 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun