Til varnar fulltrúalýðræðinu Ingimundur Gíslason skrifar 9. september 2016 07:00 Winston Churchill mun einhvern tíma hafa sagt að fulltrúalýðræði væri afleitt fyrirkomulag en hann vissi ekki af neinu öðru skárra. Austurríski heimspekingurinn Karl Popper sagði að fulltrúalýðræðið væri fyrst og fremst til þess að kjósendur gætu losað sig við afleita stjórnendur á nokkurra ára fresti. Hann vildi meina að við gengjum ekki að kjörborðinu til að velja ákveðna fulltrúa til að framfylgja okkar stefnumálum nema að litlu leyti. Jafn atkvæðisréttur er forsenda þess að fulltrúalýðræði virki á sem bestan máta. Það þrífst best í opnu samfélagi innan um sjálfstæða dómstóla, frjáls félagasamtök, frjálst atvinnulíf, skoðanafrelsi og allt það sem einkennir vestræn lýðræðissamfélög. Við sjáum einnig hvernig fulltrúalýðræði hefur orðið til þar sem einræðisstjórnir hafa hrökklast frá völdum eins og gerðist í Grikklandi og Portúgal. Í fulltrúalýðræði er kosið um fólk til starfa. Fulltrúarnir geta oft unnið í ró og næði til að koma hugmyndum og málefnum til framkvæmda. Verði þeim á mistök eða stefna þeirra reynist röng er hægt að losa sig við þá í næstu kosningum. Stundum þurfa fulltrúarnir líka að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir til dæmis um skattahækkanir. Þeir bera pólitíska ábyrgð og standa eða falla svo með gjörðum sínum. Deilur á þingi eru algengar og alls ekki til óþurftar ef þeim er haldið innan marka leikreglna sem gilda hverju sinni. Deilur eru bara ein birtingarmynd lýðræðis. Það er engin tilviljun að lífskjör fólks eru best í þeim löndum þar sem fulltrúalýðræði er virkt. Önnur mynd lýðræðis er svokallað beint lýðræði eða þjóðaratkvæðagreiðsla um ákveðnar hugmyndir og málefni. Þá er ekki verið að kjósa fólk í valdastöður og því ekki hægt að skipta um áhöfn eftir vissan tíma þegar í ljós kemur að málefnin hafa reynst slæm eða til tjóns. Í kosningum í lýðræðisríki og þá einkum í þjóðaratkvæðagreiðslum fellur fólk stundum fyrir lygum og hræðsluáróðri. Nútíma samskiptamiðlar auðvelda útbreiðslu áróðurs og skoðanaskipta á leifturhraða. Óráðsæsing fjöldans og lýðskrum getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér og jafnvel leitt til einræðisstjórnar eins og sagan kennir okkur. Vert er að muna að nasistar með Hitler í fararbroddi komust til valda í Þýskalandi árið 1933 eftir löglegar kosningar til þings. Svo má velta fyrir sér hugtakinu þjóð eins og Guðmundur Andri Thorsson gerir í Fréttablaðinu 15. ágúst síðastliðinn. Stundum vilja kjörnir fulltrúar á þingi blása til þjóðaratkvæðis um erfið umdeild mál þegar þeir hafa gefist upp á að leysa þau eins og til er ætlast með kjöri þeirra til þings. Flugvallarmálið svokallaða er þannig mál sem þingmenn hafa guggnað á að leysa.Þjóðaratkvæðagreiðsla Beint lýðræði eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla á stundum rétt á sér. Við sérstakar aðstæður og ef um er að ræða vel afmörkuð grundvallaratriði getur þannig fyrirkomulag vel komið til greina. Þá verður að sjá til þess að ákvörðunin um þjóðaratkvæði sé ekki á valdi eins manns eins og nú er. Ákvörðunin á að vera hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar eins og fram kemur hverju sinni með söfnun undirskrifta. Það má svo deila um prósentutölur en aðalatriði er að ná einhverri niðurstöðu þar sem þröskuldurinn er ekki of lágur. Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að aðeins 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Winston Churchill mun einhvern tíma hafa sagt að fulltrúalýðræði væri afleitt fyrirkomulag en hann vissi ekki af neinu öðru skárra. Austurríski heimspekingurinn Karl Popper sagði að fulltrúalýðræðið væri fyrst og fremst til þess að kjósendur gætu losað sig við afleita stjórnendur á nokkurra ára fresti. Hann vildi meina að við gengjum ekki að kjörborðinu til að velja ákveðna fulltrúa til að framfylgja okkar stefnumálum nema að litlu leyti. Jafn atkvæðisréttur er forsenda þess að fulltrúalýðræði virki á sem bestan máta. Það þrífst best í opnu samfélagi innan um sjálfstæða dómstóla, frjáls félagasamtök, frjálst atvinnulíf, skoðanafrelsi og allt það sem einkennir vestræn lýðræðissamfélög. Við sjáum einnig hvernig fulltrúalýðræði hefur orðið til þar sem einræðisstjórnir hafa hrökklast frá völdum eins og gerðist í Grikklandi og Portúgal. Í fulltrúalýðræði er kosið um fólk til starfa. Fulltrúarnir geta oft unnið í ró og næði til að koma hugmyndum og málefnum til framkvæmda. Verði þeim á mistök eða stefna þeirra reynist röng er hægt að losa sig við þá í næstu kosningum. Stundum þurfa fulltrúarnir líka að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir til dæmis um skattahækkanir. Þeir bera pólitíska ábyrgð og standa eða falla svo með gjörðum sínum. Deilur á þingi eru algengar og alls ekki til óþurftar ef þeim er haldið innan marka leikreglna sem gilda hverju sinni. Deilur eru bara ein birtingarmynd lýðræðis. Það er engin tilviljun að lífskjör fólks eru best í þeim löndum þar sem fulltrúalýðræði er virkt. Önnur mynd lýðræðis er svokallað beint lýðræði eða þjóðaratkvæðagreiðsla um ákveðnar hugmyndir og málefni. Þá er ekki verið að kjósa fólk í valdastöður og því ekki hægt að skipta um áhöfn eftir vissan tíma þegar í ljós kemur að málefnin hafa reynst slæm eða til tjóns. Í kosningum í lýðræðisríki og þá einkum í þjóðaratkvæðagreiðslum fellur fólk stundum fyrir lygum og hræðsluáróðri. Nútíma samskiptamiðlar auðvelda útbreiðslu áróðurs og skoðanaskipta á leifturhraða. Óráðsæsing fjöldans og lýðskrum getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér og jafnvel leitt til einræðisstjórnar eins og sagan kennir okkur. Vert er að muna að nasistar með Hitler í fararbroddi komust til valda í Þýskalandi árið 1933 eftir löglegar kosningar til þings. Svo má velta fyrir sér hugtakinu þjóð eins og Guðmundur Andri Thorsson gerir í Fréttablaðinu 15. ágúst síðastliðinn. Stundum vilja kjörnir fulltrúar á þingi blása til þjóðaratkvæðis um erfið umdeild mál þegar þeir hafa gefist upp á að leysa þau eins og til er ætlast með kjöri þeirra til þings. Flugvallarmálið svokallaða er þannig mál sem þingmenn hafa guggnað á að leysa.Þjóðaratkvæðagreiðsla Beint lýðræði eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla á stundum rétt á sér. Við sérstakar aðstæður og ef um er að ræða vel afmörkuð grundvallaratriði getur þannig fyrirkomulag vel komið til greina. Þá verður að sjá til þess að ákvörðunin um þjóðaratkvæði sé ekki á valdi eins manns eins og nú er. Ákvörðunin á að vera hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar eins og fram kemur hverju sinni með söfnun undirskrifta. Það má svo deila um prósentutölur en aðalatriði er að ná einhverri niðurstöðu þar sem þröskuldurinn er ekki of lágur. Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að aðeins 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun