Lækkum vexti Eva Baldursdóttir skrifar 7. september 2016 10:00 Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun