Byggjum 1000 nýjar stúdentaíbúðir Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 5. september 2016 08:29 Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar