Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Óheppnir Fjölnismenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Von Fjölnis um að ná Evrópusæti veiktist til muna eftir 0-1 tap fyrir Stjörnunni á heimavelli í 21. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Fjölnismenn voru sterkari aðilinn lengst af í leiknum en tókst ekki að skora. Þá hefðu þeir átt að fá vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik þegar Stjörnumaðurinn Heiðar Ægisson handlék boltann innan vítateigs.

Sjá einnig: Gunnar Már: Hann dæmir hvort sem er í næsta leik og ekkert mál

„Við verðum að segja það alveg eins og er að þeir voru óheppnir að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.

Stjarnan vann leikinn í gær þrátt fyrir að vera lakari aðilinn á löngum köflum en með sigrinum komst liðið upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. Garðbæingar standa því vel að vígi í baráttunni um Evrópusæti.

„Það er einhver stemmning með Stjörnunni og, það verður að segjast eins og er, gífurleg lukka yfir þeim. Hlutir hafa dottið með þeim,“ sagði Hjörvar.

„Stjörnumenn voru ekki betri aðilinn í dag og voru ekki góðir í Eyjum en unnu samt. Þeir eru líka heppnir upp við eigið mark,“ sagði Logi Ólafsson.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Óli Kristjáns svaraði Pepsi-mörkunum á Twitter

Í Pepsi-mörkunum í kvöld var rætt um þau ummæli Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Randers, um að enginn leikmaður í Pepsi-deildinni gæti styrkt lið hans í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×