Íslenski boltinn

Guðmann gerði tveggja ára samning við KA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmann í gulu treyjunni.
Guðmann í gulu treyjunni. mynd/ka
Guðmann Þórisson hefur gert gert nýjan tveggja ára samning við KA sem varð 1. deildarmeistari á dögunum og spilar í Pepsi-deildinni á næsta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Guðmann lék með KA í sumar og var alger lykil leikmaður í velgengni liðsins í sumar. Hann spilaði í hjarta varnarinnar og KA fékk aðeins á sig 16 mörk í sumar í 22 leikjum og Guðmann og skoraði 2 mörk í sumar.

Guðmann er fæddur árið 1987 og leikur sem miðvörður. Hann er uppalinn hjá Breiðablik en fór út sem atvinnumaður til Noregs árið 2010. Hann sneri til baka til Íslands og gekk í raðir FH árið 2012.

Þar lék hann til ársins 2014 þegar hann fór aftur út í atvinnumennskuna og lék í Svíþjóð. Hann lék síðan með meistaraliði FH á síðasta tímabili en fór á lán til KA fyrir þetta tímabil. Nú er Guðmann orðinn leikmaður KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×