Sport

Sunna fór beint í steik eftir að standa á vigtinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er endurnærð, bóktaflega, og klár í slaginn.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er endurnærð, bóktaflega, og klár í slaginn. vísir/allan suarez
Sunna Rannveig Davíðsdóttir þreytir frumraun sína sem atvinnumaður í MMA í kvöld þegar hún mætir Ashley „Doll Face“ Greenway á Invicta 19-bardagakvöldinu í Kansas.

Sunna varð Evrópumeistari áhugamanna á síðasta ári, en framtíðin er björt hjá henni að mati Conor McGregor, skærustu stjörnu bardagaheimsins, sem telur að hún verði heimsmeistari í framtíðinni.

Niðurskurður Sunnu fyrir fyrsta bardagann var heilbrigður og góður að hennar sögn, en hún ræðir fyrsta bardaga sinn sem atvinnumaður í viðtali við Fréttablaðið sem má lesa hér.

Sjá einnig:Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“

Sunna steig á vigtina í gærkvöldi og var rétt rúm 52 kúló og náði því vigt fyrir bardagann en hún þurfti að missa ellefu kíló á sex vikum. Það er eitthvað annað en kollegi hennar, Cris Cyborg, sem þurfti að missa ellefu kíló á fjórum dögum eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni.

Eftir vigtunina var komið að því að ná upp fyrri styrk og fór þessi bardagakona framtíðarinnar út að borða með sínum fylgdarsveinum; Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis, og Árna „úr járni“ Ísakssyni sem er þjálfarinn hennar.

Mjölnisteymið fór á hinn vinsæla stað Cheesecake Factory þar sem allir skelltu í sig vænni steik en Sunna borðaði nautakjöt í sólinni í Kansas eins og Jón Viðar greinir frá á Instagram-síðu sinni.

MMA

Tengdar fréttir

Hungruð að komast inn í búrið

Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun brjóta blað í sögunni í nótt er hún berst í Kansas City. Hún verður þá fyrsta íslenska atvinnubardagakonan í MMA. Hún getur ekki beðið eftir bardaganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×