Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - FH 1-0 | Tap í fyrsta leik sem meistarar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2016 15:45 vísir/stefán Víkingar unnu fínan sigur á FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var fyrsti leikurinn sem FH spilaði sem Íslandsmeistarar. Eina mark leiksins gerði Alex Freyr Hilmarsson í fyrri hálfleiknum. FH-ingar fengu fín færi í leiknum en nýttu þau ekki. Af hverju vann Víkingur ? Víkingar nýttu færið sitt. Bæði lið fengu heilan helling af færum en nýttu þau ekki nægilega vel. Víkingar hefði getað skorað fleiri mörk og FH-ingar fengu urmul af færum en þeir vildu bara ekki setja boltann í netið. Róbert Örn Óskarsson, fyrrum markvörður FH, reyndist sínu gömlu félögum erfiður og varði hvað eftir annað meistaralega.Hverjir stóðu upp úr ?Markverðirnir báðir voru mjög góðir í kvöld. Sérstaklega Róbert Örn Óskarsson hjá Víkingum. Hann á þennan sigur nánast. Gunnar var flottur í marki FH-inga og Alex Freyr Hilmarsson gerði mjög vel í markinu sem Víkingar skoruðu.Hvað gekk vel ?Samspil leikmanna beggja liða var í raun nokkuð gott. Bæði lið voru að skapa sér færi en það gekk ekki nægilega vel að setja punktinn yfir i-ið.Hvað gerist næst ?FH-ingar fá Eyjamenn í heimsókn og taka þá á móti Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. Víkingar mæta föllnum Þrótturum. Milos: Væri frábært ef Róbert væri alltaf svonaMilos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/anton„Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá báðum liðum og hann var bara mjög skemmtilegur,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir sigurinn í dag. „Það er í raun ótrúlegt að þessi leikur endaði 1-0, hann hefði átt að fara svona 7-4 en markverðir beggja liða voru hreint ótrúlegir í dag. Þetta var samt góður leikur hjá okkur og við áttum mjög fína spilakafla.“ Milos segir að það sé margt í liði Víkings sem sé hægt að byggja ofan á og vera ánægðir með. Róbert Örn var frábær í marki Víkings í dag. „Hann á mikið í þessum sigri. Hann var frábær í dag og frábær í leiknum á móti KR. Ég vildi helst hafa hann alltaf svona. Við þurfum núna bara að finna innri áhugahvöt hjá okkur til að klára alla leiki. Í sumar höfum við unnið lið sem eru í efri hluta deildarinnar, en einnig tapað fyrir liðum í þeim neðri. Okkur vantar stöðuleika.“ Heimir: Viljum enda þetta tímabil með stælHeimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/ernir„Við vildum ekki byrja svona sem Íslandsmeistarar en Víkingarnir eru með gott lið og ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Það var mikið um marktækifæri en markverðirnir í báðum liðum voru mjög góðir. Það virkaði þannig á mig að þegar komið var í leikinn að það hafi verið erfitt fyrir strákana að gíra sig upp í þennan leik. Varnarlega voru við ólíkir sjálfum okkur og við slitnuðum of mikið í sundur.“ FH náði að skapa sér fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. „Við fengum nóg af marktækifærum en Robbi var rosalega góður í markinu og við náðum ekki að nýta færin nægilega vel.“ FH mætir ÍBV í lokaumferðinni. „Við viljum klára tímabilið með stæl og fáum bikarinn afhendan á laugardaginn næsta. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir strákana að taka á móti bikarnum og tapa.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Víkingar unnu fínan sigur á FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var fyrsti leikurinn sem FH spilaði sem Íslandsmeistarar. Eina mark leiksins gerði Alex Freyr Hilmarsson í fyrri hálfleiknum. FH-ingar fengu fín færi í leiknum en nýttu þau ekki. Af hverju vann Víkingur ? Víkingar nýttu færið sitt. Bæði lið fengu heilan helling af færum en nýttu þau ekki nægilega vel. Víkingar hefði getað skorað fleiri mörk og FH-ingar fengu urmul af færum en þeir vildu bara ekki setja boltann í netið. Róbert Örn Óskarsson, fyrrum markvörður FH, reyndist sínu gömlu félögum erfiður og varði hvað eftir annað meistaralega.Hverjir stóðu upp úr ?Markverðirnir báðir voru mjög góðir í kvöld. Sérstaklega Róbert Örn Óskarsson hjá Víkingum. Hann á þennan sigur nánast. Gunnar var flottur í marki FH-inga og Alex Freyr Hilmarsson gerði mjög vel í markinu sem Víkingar skoruðu.Hvað gekk vel ?Samspil leikmanna beggja liða var í raun nokkuð gott. Bæði lið voru að skapa sér færi en það gekk ekki nægilega vel að setja punktinn yfir i-ið.Hvað gerist næst ?FH-ingar fá Eyjamenn í heimsókn og taka þá á móti Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. Víkingar mæta föllnum Þrótturum. Milos: Væri frábært ef Róbert væri alltaf svonaMilos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/anton„Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá báðum liðum og hann var bara mjög skemmtilegur,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir sigurinn í dag. „Það er í raun ótrúlegt að þessi leikur endaði 1-0, hann hefði átt að fara svona 7-4 en markverðir beggja liða voru hreint ótrúlegir í dag. Þetta var samt góður leikur hjá okkur og við áttum mjög fína spilakafla.“ Milos segir að það sé margt í liði Víkings sem sé hægt að byggja ofan á og vera ánægðir með. Róbert Örn var frábær í marki Víkings í dag. „Hann á mikið í þessum sigri. Hann var frábær í dag og frábær í leiknum á móti KR. Ég vildi helst hafa hann alltaf svona. Við þurfum núna bara að finna innri áhugahvöt hjá okkur til að klára alla leiki. Í sumar höfum við unnið lið sem eru í efri hluta deildarinnar, en einnig tapað fyrir liðum í þeim neðri. Okkur vantar stöðuleika.“ Heimir: Viljum enda þetta tímabil með stælHeimir Guðjónsson, þjálfari FH.vísir/ernir„Við vildum ekki byrja svona sem Íslandsmeistarar en Víkingarnir eru með gott lið og ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Það var mikið um marktækifæri en markverðirnir í báðum liðum voru mjög góðir. Það virkaði þannig á mig að þegar komið var í leikinn að það hafi verið erfitt fyrir strákana að gíra sig upp í þennan leik. Varnarlega voru við ólíkir sjálfum okkur og við slitnuðum of mikið í sundur.“ FH náði að skapa sér fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. „Við fengum nóg af marktækifærum en Robbi var rosalega góður í markinu og við náðum ekki að nýta færin nægilega vel.“ FH mætir ÍBV í lokaumferðinni. „Við viljum klára tímabilið með stæl og fáum bikarinn afhendan á laugardaginn næsta. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman fyrir strákana að taka á móti bikarnum og tapa.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira