Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Víkingur 1-2 | Víkingar upp í sjöunda sætið Kristinn Páll Teitsson á Þróttarvelli skrifar 1. október 2016 17:15 Davíð Örn Atlason og Christian Sörenen í baráttunni í fyrri leik liðanna. vísir/eyþór Víkingur Reykjavík náði sjöunda sæti af Skagamönnum með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Var þetta seinasti leikur Þróttara í efstu deild í bili en liðið leikur í Inkasso-deildinni á næsta ári eftir stutt stopp í efstu deild. Arnþór Ingi Kristinsson kom Víkingum verðskuldað yfir um miðjan fyrri hálfleik en Björgvin Stefánsson jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks af stuttu færi eftir góðan undirbúning liðsfélaga sinna. Víkingar voru ekki lengi að bæta við öðru marki, var þar að verki Ívar Örn Jónsson er hann vann boltann og lét vaða af 25 metrum. Glæsilegt mark. Lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna úr Víkinni sem sendu Þróttara niður um deild með tapi á heimavelli.Afhverju vann Víkingur? Þrátt fyrir að hvorugt lið hefði að einhverju markverðu að keppa í dag virtust gestirnir úr Víkinni einfaldlega vilja þetta meira. Spilamennska liðsins var oft á köflum frábær í fyrri hálfleik og komst liðið verðskuldað yfir með marki Arnþórs. Þróttarar náðu að jafna metin í seinni hálfleiks með eina markverðu marktilraun liðsins í leiknum en Víkingar náðu að svara um hæl. Eftir það féllu gæði leiksins svakalega niður en á síðustu tíu mínútunum voru Víkingar þó líklegri til að bæta við mörkum.Þessir stóðu upp úr: Ívar Örn Jónsson var besti maður vallarins í dag en hann byrjaði á kantinum hjá Víkingum og stýrði miðjunni eftir að hafa verið færður þangað síðar í leiknum. Þá var Arnþór Ingi Kristinsson öflugur á miðjunni hjá Víkingum en hann kom sér oft í álitlega stöðu og hefði auðveldlega geta sett fleiri mörk. Í fremstu víglínu tengdi Óttar Magnús Karlsson vel við Ívar og fékk fjöldan allra færa án þess að komast á blað.Þessir áttu erfiðan dag: Þróttarar voru einfaldlega slakir í dag og virtist liðið einfaldlega vera að bíða eftir að sumarið væri á enda. Liðið átti erfitt með að halda boltanum almennilega sín á milli og fengu sóknarmennirnir úr litlu að moða.Hvað gerist næst? Þróttarar eru fallnir úr deild þeirra bestu og leika í Inkasso-deildinni á næsta tímabili en fróðlegt verður að sjá hvernig þeir mæta til leiks. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu gengur en Trausti Sigurbjörnsson og Hallur Hallsson léku báðir síðasta leik sinn fyrir Þrótt í kvöld. Víkingar enda um miðja deild en stöðugleiki kostaði liðið á endanum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Víkingum tekst að halda í Óttar sem í dag var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.Þessir stóðu upp úr: Gregg: Hreint út sagt leiðinlegur og lélegur leikur af okkar hálfu„Það er auðvitað svekkjandi að tapa síðasta leiknum en þetta var bara hreint út sagt leiðinlegur og lélegur leikur. Það vantaði allan kraft í þetta hjá okkur,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, ómyrkur í máli að leikslokum. „Við vorum flatir og komumst aldrei í raun af stað. Við spiluðum aldrei almennilegan fótbolta. Við byrjum seinni hálfleikinn ágætlega en nýttum þann kafla ekki nægilega vel.“ Gregg hrósaði Halli Hallssyni sem lék í dag sinn síðasta leik í treyju Þróttar eftir sautján ára feril. „Ég vildi virkilega ná úrslitum fyrir Hall, hann hefur verið hreint út sagt ótrúlegur fyrir þetta félag. Það eru ekki margir sem leika aðeins með einu félagi allan ferilinn og hann hefur verið mér frábær allan þann tíma sem ég hef verið hér. Hann er sannur fyrirliði og við erum allir virkilega stoltir af honum.“ Ryder á von á því að halda stærstum hluta leikmannahópsins áfram en hann verður klár í slaginn næsta vor. „Vonbrigðin eru bara að við höfum of oft ekki mætt til leiks í sumar. Í dag vantaði bara einfaldlega upp á gæðin og við borgum fyrir það en það jákvæða er að við höldum stærstum hluta hópsins saman og mætum líklegast sterkari til leiks á næsta ári. “ Milos: Leyfði elsku krökkunum mínum að sleppa upphitun fyrir seinni hálfleikinn„Það er gott að ná að enda þetta á sigri, það léttir andrúmsloftið í hópnum fyrir langt undirbúningstímabil,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, brattur að leikslokum í dag. „Þetta er met í stigasöfnun Víkings í 12-liða deild. Það er jákvæði punkturinn þegar við gerum upp tímabilið.“ Með sigrinum lyfti Víkingur sér upp í 7. sætið, upp fyrir Skagamenn. „Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna í dag. Ég ítrekaði það fyrir nokkrum vikum að ég vildi sjá meiri baráttu og þeir hafa svarað því. Markið þeirra kom eftir mistök í varnarlínunni okkar,“ sagði Milos sem kunni skýringu á mistökunum. „Það má rekja þetta mark til þess að við hituðum lítið upp fyrir seinni hálfleikinn. Ég leyfði þeim að sleppa við upphitunina vegna kulda, elsku krökkunum mínum en við áttum auðvitað að hita upp almennilega. Þú getur ekki gert svona mistök því manni er alltaf refsað,“ sagði Milos sem sagðist ekki gefa leikmönnum neina undanþágu frá upphitun á næsta ári. Milos tók undir að sjöunda sætið væri vonbrigði þar sem litlu mátti muna. „Markmiðið var að reyna að vera samkeppnishæfir við liðin sem eru að keppast við Evrópu og við náðum því. Við tökum átta stig gegn FH og KR og það sýnir að það eru gæði í leikmannahópnum okkar. Það þarf að vinna í sálfræðilega hlutanum í vetur til þess að gera betur, það er ekki mikill munur, þetta er spurning um 2-3 leiki,“ sagði Milos að lokum. Hallur: Árituðu spjöldin eru táknræn gjöf sem verður römmuð inn„Ég vildi vinna þennan leik rétt eins og alla aðra leiki en við töpuðum honum,“ sagði Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, svekktur eftir leikinn en Hallur lék seinasta leik sinn fyrir félagið í dag eftir nítján ár í treyju Þróttara. Hallur sagði að spilamennskan litaðist af því að menn væru að bíða eftir að mótið kláraðist. „Þetta var svolítið eins og menn nenntu þessu ekki og væru að bíða eftir sumarfríinu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum varla að senda boltann á milli manna en svo náðum við góðri sókn í jöfnunarmarkinu.“ Hallur var tekinn af velli stuttu fyrir leikslok og stóðu leikmenn Þróttar heiðursvörð er hann gekk af velli. „Ég átti ekki von á þessu í miðjum leik,“ sagði Hallur brosandi og bætti við: „Ég átti von á einhverju eftir leik en ekki á meðan leik stóð. Þetta er búinn að vera frábær tími og ég sé ekki eftir neinu en maður verður aðeins að melta þetta núna.“ Hallur þykir harður í horn að taka en hann var heppinn að sleppa við spjald í dag. „Ég hefði getað skorað og ég gat fengið spjald en náði hvorugu,“ sagði Hallur sem fékk árituð spjöld að leikslokum frá dómurum Íslands. „Þetta er táknræn gjöf sem verður römmuð og sett upp á vegg heima,“ sagði Hallur kátur að lokum. Óttar: Líður vel í Víking „Það er vissulega ákveðinn léttir að fara inn í veturinn með þennan sigur á bakinu,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Víkings, sáttur að leikslokum í dag. Óttar var í dag valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum en hann var nokkuð ánægður með tímabilið. „Ég er mjög stoltur af þessu, það er gaman að fá verðlaun og heilt yfir er ég nokkuð sáttur með tímabilið. Það komu hæðir og lægðir en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Óttar sem sagðist ekkert vera farinn að huga að næstu skrefum eftir að hafa komoð heim úr atvinnumennsku fyrr í sumar. „Ég stefni aftur út, hvort það verði í haust veit ég ekki en ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég mun skoða allt en eins og staðan er í dag þá verð ég áfram í Víking. Mér líður vel í Víkinni en ég mun skoða það sem býðst ef eitthvað kemur upp.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Víkingur Reykjavík náði sjöunda sæti af Skagamönnum með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Var þetta seinasti leikur Þróttara í efstu deild í bili en liðið leikur í Inkasso-deildinni á næsta ári eftir stutt stopp í efstu deild. Arnþór Ingi Kristinsson kom Víkingum verðskuldað yfir um miðjan fyrri hálfleik en Björgvin Stefánsson jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks af stuttu færi eftir góðan undirbúning liðsfélaga sinna. Víkingar voru ekki lengi að bæta við öðru marki, var þar að verki Ívar Örn Jónsson er hann vann boltann og lét vaða af 25 metrum. Glæsilegt mark. Lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna úr Víkinni sem sendu Þróttara niður um deild með tapi á heimavelli.Afhverju vann Víkingur? Þrátt fyrir að hvorugt lið hefði að einhverju markverðu að keppa í dag virtust gestirnir úr Víkinni einfaldlega vilja þetta meira. Spilamennska liðsins var oft á köflum frábær í fyrri hálfleik og komst liðið verðskuldað yfir með marki Arnþórs. Þróttarar náðu að jafna metin í seinni hálfleiks með eina markverðu marktilraun liðsins í leiknum en Víkingar náðu að svara um hæl. Eftir það féllu gæði leiksins svakalega niður en á síðustu tíu mínútunum voru Víkingar þó líklegri til að bæta við mörkum.Þessir stóðu upp úr: Ívar Örn Jónsson var besti maður vallarins í dag en hann byrjaði á kantinum hjá Víkingum og stýrði miðjunni eftir að hafa verið færður þangað síðar í leiknum. Þá var Arnþór Ingi Kristinsson öflugur á miðjunni hjá Víkingum en hann kom sér oft í álitlega stöðu og hefði auðveldlega geta sett fleiri mörk. Í fremstu víglínu tengdi Óttar Magnús Karlsson vel við Ívar og fékk fjöldan allra færa án þess að komast á blað.Þessir áttu erfiðan dag: Þróttarar voru einfaldlega slakir í dag og virtist liðið einfaldlega vera að bíða eftir að sumarið væri á enda. Liðið átti erfitt með að halda boltanum almennilega sín á milli og fengu sóknarmennirnir úr litlu að moða.Hvað gerist næst? Þróttarar eru fallnir úr deild þeirra bestu og leika í Inkasso-deildinni á næsta tímabili en fróðlegt verður að sjá hvernig þeir mæta til leiks. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu gengur en Trausti Sigurbjörnsson og Hallur Hallsson léku báðir síðasta leik sinn fyrir Þrótt í kvöld. Víkingar enda um miðja deild en stöðugleiki kostaði liðið á endanum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Víkingum tekst að halda í Óttar sem í dag var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.Þessir stóðu upp úr: Gregg: Hreint út sagt leiðinlegur og lélegur leikur af okkar hálfu„Það er auðvitað svekkjandi að tapa síðasta leiknum en þetta var bara hreint út sagt leiðinlegur og lélegur leikur. Það vantaði allan kraft í þetta hjá okkur,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, ómyrkur í máli að leikslokum. „Við vorum flatir og komumst aldrei í raun af stað. Við spiluðum aldrei almennilegan fótbolta. Við byrjum seinni hálfleikinn ágætlega en nýttum þann kafla ekki nægilega vel.“ Gregg hrósaði Halli Hallssyni sem lék í dag sinn síðasta leik í treyju Þróttar eftir sautján ára feril. „Ég vildi virkilega ná úrslitum fyrir Hall, hann hefur verið hreint út sagt ótrúlegur fyrir þetta félag. Það eru ekki margir sem leika aðeins með einu félagi allan ferilinn og hann hefur verið mér frábær allan þann tíma sem ég hef verið hér. Hann er sannur fyrirliði og við erum allir virkilega stoltir af honum.“ Ryder á von á því að halda stærstum hluta leikmannahópsins áfram en hann verður klár í slaginn næsta vor. „Vonbrigðin eru bara að við höfum of oft ekki mætt til leiks í sumar. Í dag vantaði bara einfaldlega upp á gæðin og við borgum fyrir það en það jákvæða er að við höldum stærstum hluta hópsins saman og mætum líklegast sterkari til leiks á næsta ári. “ Milos: Leyfði elsku krökkunum mínum að sleppa upphitun fyrir seinni hálfleikinn„Það er gott að ná að enda þetta á sigri, það léttir andrúmsloftið í hópnum fyrir langt undirbúningstímabil,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, brattur að leikslokum í dag. „Þetta er met í stigasöfnun Víkings í 12-liða deild. Það er jákvæði punkturinn þegar við gerum upp tímabilið.“ Með sigrinum lyfti Víkingur sér upp í 7. sætið, upp fyrir Skagamenn. „Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna í dag. Ég ítrekaði það fyrir nokkrum vikum að ég vildi sjá meiri baráttu og þeir hafa svarað því. Markið þeirra kom eftir mistök í varnarlínunni okkar,“ sagði Milos sem kunni skýringu á mistökunum. „Það má rekja þetta mark til þess að við hituðum lítið upp fyrir seinni hálfleikinn. Ég leyfði þeim að sleppa við upphitunina vegna kulda, elsku krökkunum mínum en við áttum auðvitað að hita upp almennilega. Þú getur ekki gert svona mistök því manni er alltaf refsað,“ sagði Milos sem sagðist ekki gefa leikmönnum neina undanþágu frá upphitun á næsta ári. Milos tók undir að sjöunda sætið væri vonbrigði þar sem litlu mátti muna. „Markmiðið var að reyna að vera samkeppnishæfir við liðin sem eru að keppast við Evrópu og við náðum því. Við tökum átta stig gegn FH og KR og það sýnir að það eru gæði í leikmannahópnum okkar. Það þarf að vinna í sálfræðilega hlutanum í vetur til þess að gera betur, það er ekki mikill munur, þetta er spurning um 2-3 leiki,“ sagði Milos að lokum. Hallur: Árituðu spjöldin eru táknræn gjöf sem verður römmuð inn„Ég vildi vinna þennan leik rétt eins og alla aðra leiki en við töpuðum honum,“ sagði Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, svekktur eftir leikinn en Hallur lék seinasta leik sinn fyrir félagið í dag eftir nítján ár í treyju Þróttara. Hallur sagði að spilamennskan litaðist af því að menn væru að bíða eftir að mótið kláraðist. „Þetta var svolítið eins og menn nenntu þessu ekki og væru að bíða eftir sumarfríinu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum varla að senda boltann á milli manna en svo náðum við góðri sókn í jöfnunarmarkinu.“ Hallur var tekinn af velli stuttu fyrir leikslok og stóðu leikmenn Þróttar heiðursvörð er hann gekk af velli. „Ég átti ekki von á þessu í miðjum leik,“ sagði Hallur brosandi og bætti við: „Ég átti von á einhverju eftir leik en ekki á meðan leik stóð. Þetta er búinn að vera frábær tími og ég sé ekki eftir neinu en maður verður aðeins að melta þetta núna.“ Hallur þykir harður í horn að taka en hann var heppinn að sleppa við spjald í dag. „Ég hefði getað skorað og ég gat fengið spjald en náði hvorugu,“ sagði Hallur sem fékk árituð spjöld að leikslokum frá dómurum Íslands. „Þetta er táknræn gjöf sem verður römmuð og sett upp á vegg heima,“ sagði Hallur kátur að lokum. Óttar: Líður vel í Víking „Það er vissulega ákveðinn léttir að fara inn í veturinn með þennan sigur á bakinu,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Víkings, sáttur að leikslokum í dag. Óttar var í dag valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum en hann var nokkuð ánægður með tímabilið. „Ég er mjög stoltur af þessu, það er gaman að fá verðlaun og heilt yfir er ég nokkuð sáttur með tímabilið. Það komu hæðir og lægðir en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Óttar sem sagðist ekkert vera farinn að huga að næstu skrefum eftir að hafa komoð heim úr atvinnumennsku fyrr í sumar. „Ég stefni aftur út, hvort það verði í haust veit ég ekki en ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég mun skoða allt en eins og staðan er í dag þá verð ég áfram í Víking. Mér líður vel í Víkinni en ég mun skoða það sem býðst ef eitthvað kemur upp.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira