FH-banarnir nálgast milljarð króna í verðlaunafé fyrir Evrópuævintýrið Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 09:45 Leikmenn og þjálfari Dundalk fagna eftir sigurinn í gærkvöldi. vísir/afp Írska liðið Dundalk, sem lagði FH í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar, gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv, 1-0, í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ævintýri Dundalk ætlar engan endi að taka en írskum fjölmiðlum fannst nógu merkilegt að liðið hefði unnið Íslandsmeistara FH í forkeppninni og gerðu mikið úr því eins og Vísir fjallaði um í sumar. Eftir sigurinn á FH vann Dundalk Íslandsvinina í BATE Borisov og komst þannig í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Legía Varsjá. Sama hvað gerðist þar var liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þangað sem Dundalk fór eftir tap gegn pólska liðinu.Írarnir fagna sigurmarkinu.vísir/afpGullpottur Dundalk er búið að græða á tá og fingri og má hæglega fullyrða að liðið er orðið það langríkasta á Írlandi. Það nálgast nú einn milljarð króna í tekjur vegna árangurs í forkeppni Meistaradeildarinnar og riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Dundalk fékk 300.000 Evrur eða 39 milljónir króna á núvirði fyrir sigurinn á FH og 51 milljón króna fyrir að leggja BATE. Þá var írska liðið komið í gullpottinn því þó það tapaði fyrir Legía Varsjá fá liðin sem tapa í umspili Meistaradeildarinnar þrjár milljónir evra eða 385 milljónir króna. Írska félagið fékk svo aðrar 2.400.000 milljónir evra fyrir að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða 308 milljónir króna. Fyrir það eitt að komast þessa leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fékk Dundalk 783 milljónir króna.Formaður Dundalk tók leikinn í stúkunni í Krikanum með sínu fólki og fagnaði vel.vísir/eyþór844 milljónir og telurDundalk náði í stig á útivelli gegn AZ Alkmaar í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það var fyrsta stigið sem írskt lið fær í riðlakeppninni í sögunni. Stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gefur 120.000 evrur eða fimmtán milljónir króna. Í gær hafði liðið svo betur gegn Maccabi Tel Avic og fékk fyrir það 360.000 evrur eða 46 milljónir króna. Leikurinn gat ekki einu sinni farið fram á heimavelli Dundalk því hann stenst ekki kröfur UEFA. Liðið hefur spilað á Tallaght-leikvanginum í Dyflinni. Í heildina er Dundalk búið að fá 844 milljónir í verðlaunafé og getur liðið haldið áfram að safna í kassann. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum en fyrir sigur í sínum riðli fær Dundalk 64 milljónir króna og 32 milljónir fást fyrir annað sætið. Aðrar 64 milljónir fást fyrir að komast í 32 liða úrslitin. KR var eina liðið sem vann Evrópueinvígi í sumar en FH, Valur og Breiðablik féllu á fyrstu hindrun. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30 Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15 Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Írska liðið Dundalk, sem lagði FH í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar, gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv, 1-0, í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ævintýri Dundalk ætlar engan endi að taka en írskum fjölmiðlum fannst nógu merkilegt að liðið hefði unnið Íslandsmeistara FH í forkeppninni og gerðu mikið úr því eins og Vísir fjallaði um í sumar. Eftir sigurinn á FH vann Dundalk Íslandsvinina í BATE Borisov og komst þannig í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Legía Varsjá. Sama hvað gerðist þar var liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þangað sem Dundalk fór eftir tap gegn pólska liðinu.Írarnir fagna sigurmarkinu.vísir/afpGullpottur Dundalk er búið að græða á tá og fingri og má hæglega fullyrða að liðið er orðið það langríkasta á Írlandi. Það nálgast nú einn milljarð króna í tekjur vegna árangurs í forkeppni Meistaradeildarinnar og riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Dundalk fékk 300.000 Evrur eða 39 milljónir króna á núvirði fyrir sigurinn á FH og 51 milljón króna fyrir að leggja BATE. Þá var írska liðið komið í gullpottinn því þó það tapaði fyrir Legía Varsjá fá liðin sem tapa í umspili Meistaradeildarinnar þrjár milljónir evra eða 385 milljónir króna. Írska félagið fékk svo aðrar 2.400.000 milljónir evra fyrir að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða 308 milljónir króna. Fyrir það eitt að komast þessa leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fékk Dundalk 783 milljónir króna.Formaður Dundalk tók leikinn í stúkunni í Krikanum með sínu fólki og fagnaði vel.vísir/eyþór844 milljónir og telurDundalk náði í stig á útivelli gegn AZ Alkmaar í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það var fyrsta stigið sem írskt lið fær í riðlakeppninni í sögunni. Stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gefur 120.000 evrur eða fimmtán milljónir króna. Í gær hafði liðið svo betur gegn Maccabi Tel Avic og fékk fyrir það 360.000 evrur eða 46 milljónir króna. Leikurinn gat ekki einu sinni farið fram á heimavelli Dundalk því hann stenst ekki kröfur UEFA. Liðið hefur spilað á Tallaght-leikvanginum í Dyflinni. Í heildina er Dundalk búið að fá 844 milljónir í verðlaunafé og getur liðið haldið áfram að safna í kassann. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum en fyrir sigur í sínum riðli fær Dundalk 64 milljónir króna og 32 milljónir fást fyrir annað sætið. Aðrar 64 milljónir fást fyrir að komast í 32 liða úrslitin. KR var eina liðið sem vann Evrópueinvígi í sumar en FH, Valur og Breiðablik féllu á fyrstu hindrun.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30 Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15 Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30
Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15
Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00