Ísland meðal forystulanda í flugi Þórólfur Árnason skrifar 6. október 2016 07:00 Þessa dagana stendur yfir í Montreal í Kanada 39. allsherjarþing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), en þingið er haldið þriðja hvert ár. Meðal málefna þess eru stefnur sem varða flugöryggi, flugvernd og umhverfismál til stuðnings öryggi og ábyrgð í almannaflugi. Um er að ræða æðsta vettvang fulltrúa þess 191 ríkis sem á aðild að ICAO, sem hefur það hlutverk að standa vörð um hag flugsins; flugfarþega og fagfólks. ICAO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, starfar á grunni Chicago-samningsins sem var undirritaður í desember 1944. Samningurinn fjallar um reglur í farþega- og vöruflutningaflugi. Ísland var í hópi þeirra 52 þjóðríkja sem þá undirrituðu samninginn en árið 1947 höfðu nægilega mörg ríki staðfest hann til að hann öðlaðist alþjóðlegt gildi. Stofnaðild Íslands að Alþjóðaflugmálastofnuninni lagði grunn að mikilvægi flugstarfsemi á Íslandi og er í raun forsenda þess að Íslandi var treyst til að stýra flugumferð í alþjóðlegu flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafinu. Glæsilegur árangur íslenskra flugfélaga og fagfólks í flugi hefur síðan verið hornsteinn íslenskrar ferðaþjónustu og byggt upp mikilvæga atvinnugrein hér á landi. Öryggismál og eftirlit lúta alþjóðlegum kröfum og því njóta íslenskir aðilar gagnkvæmrar viðurkenningar atvinnuréttinda og starfsleyfa undir eftirliti Samgöngustofu. Alþjóðareglur ICAO jafnt og Evrópureglur undirbúnar á vettvangi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) eru innleiddar hér og fylgt eftir. Þetta er veigamikil forsenda þess að Ísland haldi sterkri stöðu sinni og gerir íslenskum aðilum kleift að starfa í þeirri miklu alþjóðlegu samkeppni sem ríkir í flugi. Á allsherjarþingið nú eru mættir fulltrúar 181 af 191 aðildarríkja ICAO. Mótuð er stefna til næstu þriggja ára í málefnum stofnunarinnar og staðfestar meginákvarðanir um reglur sem unnar eru af fastanefndum og aðalráði ICAO. Þátttaka Íslands á allsherjarþinginu er í umboði utanríkisráðuneytisins og sendinefndin starfaði undir forystu fulltrúa innanríkisráðuneytisins. Ísland tekur þátt í starfi ICAO í gegnum Nordicao, sem er samvinnuvettvangur Norðurlandaþjóðanna auk Eistlands og Lettlands. Ísland hefur nokkrum sinnum átt fulltrúa í aðalráði (Council) og nú situr starfsmaður Samgöngustofu í Montreal í fastanefnd sem fjallar um flugöryggismál og staðla (Air Navigation Commission).Umræður um umhverfismál Auk hefðbundinna starfa þingsins hafa umræður að þessu sinni mikið snúist um umhverfismál. Allt frá síðasta allsherjarþingi hefur verið unnið ötullega að því að ná sátt um aðferðafræði fyrir flugiðnaðinn þar sem brugðist verði við útblæstri koltvísýrings sem hefur áhrif á hækkun hitastigs í heiminum. Umræðan núna er innan ramma Parísarsamkomulagsins frá síðasta vetri, en m.a. er tekist á um kerfi til utanumhalds um mengunarkvóta sem byggir á markaðsgrunni. Hver floginn km og hvert flutt kg yrðu þá metin til mengunareininga sem flugfélögin myndu greiða fyrir. Peningarnir yrðu síðan notaðir til umhverfistengdra verkefna og þróunaraðstoðar til ýmissa ríkja. Fagaðilar í flugi hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu til slíks kerfis og flestar aðildarþjóðir ICAO einnig. Tækninýjungar og endurnýjanlegir orkugjafar eru jafnframt hluti af þessari lausn. Eins og oft vill verða er þó pólitískur ágreiningur um fyrirkomulag og orðalag, enda aðstæður þjóða misjafnar. Nokkrar þjóðir hafa haft sérstöðu og vilja að þróunarlönd og þau lönd sem eru styttra komin í þróun flugstarfsemi fái frest á eða verði undanskilin mengunarkvóta. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki náðst samkomulag en mikið liggur við að það náist áður en þinginu verður slitið 7. október. Alþjóðlegt samstarf þjóða um flugmál og samgönguöryggi verður sífellt mikilvægara og tekur Ísland virkan þátt í því, á vettvangi ICAO og annarra alþjóðastofnana. Með því gefst tækifæri til að hafa áhrif á gerð regluverks með hagsmuni íslensksrar flugstarfsemi og flugöryggi að leiðarljósi. Hlustað er á rödd Íslands á þessum vettvangi, traust ríkir til þess starfs sem unnið er hjá aðilum í flugtengdum iðnaði og hjá stjórnvöldum. Slíkt orðspor verður ekki til á einni nóttu heldur byggir á öflugu starfi margra áratugum saman.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir í Montreal í Kanada 39. allsherjarþing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), en þingið er haldið þriðja hvert ár. Meðal málefna þess eru stefnur sem varða flugöryggi, flugvernd og umhverfismál til stuðnings öryggi og ábyrgð í almannaflugi. Um er að ræða æðsta vettvang fulltrúa þess 191 ríkis sem á aðild að ICAO, sem hefur það hlutverk að standa vörð um hag flugsins; flugfarþega og fagfólks. ICAO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, starfar á grunni Chicago-samningsins sem var undirritaður í desember 1944. Samningurinn fjallar um reglur í farþega- og vöruflutningaflugi. Ísland var í hópi þeirra 52 þjóðríkja sem þá undirrituðu samninginn en árið 1947 höfðu nægilega mörg ríki staðfest hann til að hann öðlaðist alþjóðlegt gildi. Stofnaðild Íslands að Alþjóðaflugmálastofnuninni lagði grunn að mikilvægi flugstarfsemi á Íslandi og er í raun forsenda þess að Íslandi var treyst til að stýra flugumferð í alþjóðlegu flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafinu. Glæsilegur árangur íslenskra flugfélaga og fagfólks í flugi hefur síðan verið hornsteinn íslenskrar ferðaþjónustu og byggt upp mikilvæga atvinnugrein hér á landi. Öryggismál og eftirlit lúta alþjóðlegum kröfum og því njóta íslenskir aðilar gagnkvæmrar viðurkenningar atvinnuréttinda og starfsleyfa undir eftirliti Samgöngustofu. Alþjóðareglur ICAO jafnt og Evrópureglur undirbúnar á vettvangi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) eru innleiddar hér og fylgt eftir. Þetta er veigamikil forsenda þess að Ísland haldi sterkri stöðu sinni og gerir íslenskum aðilum kleift að starfa í þeirri miklu alþjóðlegu samkeppni sem ríkir í flugi. Á allsherjarþingið nú eru mættir fulltrúar 181 af 191 aðildarríkja ICAO. Mótuð er stefna til næstu þriggja ára í málefnum stofnunarinnar og staðfestar meginákvarðanir um reglur sem unnar eru af fastanefndum og aðalráði ICAO. Þátttaka Íslands á allsherjarþinginu er í umboði utanríkisráðuneytisins og sendinefndin starfaði undir forystu fulltrúa innanríkisráðuneytisins. Ísland tekur þátt í starfi ICAO í gegnum Nordicao, sem er samvinnuvettvangur Norðurlandaþjóðanna auk Eistlands og Lettlands. Ísland hefur nokkrum sinnum átt fulltrúa í aðalráði (Council) og nú situr starfsmaður Samgöngustofu í Montreal í fastanefnd sem fjallar um flugöryggismál og staðla (Air Navigation Commission).Umræður um umhverfismál Auk hefðbundinna starfa þingsins hafa umræður að þessu sinni mikið snúist um umhverfismál. Allt frá síðasta allsherjarþingi hefur verið unnið ötullega að því að ná sátt um aðferðafræði fyrir flugiðnaðinn þar sem brugðist verði við útblæstri koltvísýrings sem hefur áhrif á hækkun hitastigs í heiminum. Umræðan núna er innan ramma Parísarsamkomulagsins frá síðasta vetri, en m.a. er tekist á um kerfi til utanumhalds um mengunarkvóta sem byggir á markaðsgrunni. Hver floginn km og hvert flutt kg yrðu þá metin til mengunareininga sem flugfélögin myndu greiða fyrir. Peningarnir yrðu síðan notaðir til umhverfistengdra verkefna og þróunaraðstoðar til ýmissa ríkja. Fagaðilar í flugi hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu til slíks kerfis og flestar aðildarþjóðir ICAO einnig. Tækninýjungar og endurnýjanlegir orkugjafar eru jafnframt hluti af þessari lausn. Eins og oft vill verða er þó pólitískur ágreiningur um fyrirkomulag og orðalag, enda aðstæður þjóða misjafnar. Nokkrar þjóðir hafa haft sérstöðu og vilja að þróunarlönd og þau lönd sem eru styttra komin í þróun flugstarfsemi fái frest á eða verði undanskilin mengunarkvóta. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki náðst samkomulag en mikið liggur við að það náist áður en þinginu verður slitið 7. október. Alþjóðlegt samstarf þjóða um flugmál og samgönguöryggi verður sífellt mikilvægara og tekur Ísland virkan þátt í því, á vettvangi ICAO og annarra alþjóðastofnana. Með því gefst tækifæri til að hafa áhrif á gerð regluverks með hagsmuni íslensksrar flugstarfsemi og flugöryggi að leiðarljósi. Hlustað er á rödd Íslands á þessum vettvangi, traust ríkir til þess starfs sem unnið er hjá aðilum í flugtengdum iðnaði og hjá stjórnvöldum. Slíkt orðspor verður ekki til á einni nóttu heldur byggir á öflugu starfi margra áratugum saman.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun