

Sigur jafnaðarmennskunnar
Þau sem almennt séð eru sammála um slíkt eiga að segja kjósendum fyrir kosningar að í þeim anda muni þau starfa saman.
Hér er tillaga að verkefnalista sem varðar jöfnuð:
Efnahagslegur jöfnuður:
1) Skýr áform um að færa auðlindarentuna til landsmanna frá þeim sem nýta fiskimiðin, orkuna og náttúruna sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þetta gerist táknrænt með því að færa ákvæði um sameign þjóðarinnar inn í stjórnarskrá, en beinlínis með blöndu af einföldum leiðum sem þegar er búið að benda á. Þennan auð þarf að nýta til að byggja upp félagslega innviði sem öllum gagnast, heilsugæslu, menntun og samgöngur og á ekki að taka í einkaneyslu. Því Ísland, þetta ríka land, er að grotna niður innanfrá. Á þessu græðir unga fólkið mest.
2) Stighækkandi skattar á tekjur, eignir og neyslu samhliða einfölduðum bóta- og tryggingaleiðum. Taka tilbaka eigna- og tekjufærsluna frá aldamótum til hinna ríku. Pólitísk samstaða næst frekar ef tekjuöflunarleiðir haldast í hendur við velferðarkerfisbreytingar sem eru réttlátar og gagnast þeim best sem helst þurfa á að halda.
Pólitískur jöfnuður:
3) Jafna atkvæðisrétt.
4) Koma á ákvæði í stjórnarskrá sem leyfir „málskot“ tiltekins hóps fólks til að setja valdastofnunum skorður með þjóðaratkvæðagreiðslum.
Verður að vera raunhæft úrræði og lifandi möguleiki.
5) Reka fjölbreyttar menningarstofnanir, svo sem almannaútvarp og internet fyrir alla og víðtækt upplýsingafrelsi, til að vega upp á móti valdi markaðsaflanna.
Félagslegur jöfnuður:
6) Fjármagna félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Færa áherslur frekar í átt til námsmanna og barnafólks; LÍN verði jöfnunartæki fyrir menntun heima og erlendis.
7) Færa niður skuldir ríkisins til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir með því að létta framtíðarskuldbindingum af unga fólkinu og komandi skattgreiðendum.
Jöfnuður fjármagns og fólks:
8) Hnika valdahlutföllum neytendum í hag frá fáokun og markaðsmisnotkun. Neytendavernd kallar á ákvarðanir um að takmarka sjálftökurétt banka, tryggingafélaga og samþjappaðra fyrirtækja á markaði. Efla skattaeftirlit í landi þar sem eru árleg undanskot upp á 80 milljarða; skapa fjármálaeftirlit sem vakir yfir hagsmunum neytenda (og kemur í veg fyrir stuld um hábjartan dag eins og salan á Borgun, Símanum og Högum eru dæmi um ásamt aðför tryggingafélaganna að neytendum); samkeppniseftirlit sem sundrar fákeppni.
Pólitískur möguleiki?
Sé litið til tíðinda á vettvangi stjórnmálanna og hvernig flokkar setja sig í samhengi við kosningar í haust má sjá að bandamenn um svona grundvallarbreytingar gætu orðið Píratar, VG, Samfylking og Viðreisn. Því miður virðist Björt framtíð velja afstöðuleysi, en kann að brá af henni.
Nýlegar ályktanir og stefnuyfirlýsingar þessara flokka hafa þann breiða grunn að geyma og skírskotun til almannahagsmuna sem duga til að mynda ríkisstjórn um svona ramma.
Í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi gæti myndast ný pólitísk vídd sem er ekki persónulega eða hagsmuna- og stofnanabundin fortíðinni. Skil kunna að myndast. Tveir af þessum flokkum gætu komið með þann ferskleika sem fylgir því að hafa næstum hreint borð, hinir tveir hafa engu að tapa nema ærunni ef þeir bjóða ekki fram fólk sem hefur burði til að standa undir fegurstu hugsjón sem stjórnmálin kunna frá að greina og koma henni í framkvæmd.
Höfundur er samfélagsrýnir og birti nýlega ítarlega grein um jöfnuð sem skoða má í heild á stefanjon.is.
Skoðun

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar